Heilbrigt líf - 01.12.1941, Side 41

Heilbrigt líf - 01.12.1941, Side 41
En hún heyrir strax hið minnsta uml í veiku barni sínu. Hún er í rauninni vakandi gagnvart því, þótt hún sofi. f svefninum er meiri kyrrð á lífsstörfunum en í vöku. Annríki dagsins slítur líkamanum. Frumurnar þarfnast hvíldar eftir vel unnið starf, og í svefninum er byggt upp. Þá fer fram vöxtur og viðhald. Nægur svefn er því öllum nauðsynlegur, eigi sízt börnum og unglingum á vaxtar- skeiði. Svefnþörf fullorðins fólks er allbreytileg, en rétt mun vera að gera ráð fyrir, að hún sé að meðaltali 7—8 stundir á sólarhring. Svefnþörf barna er allmiklu meiri. Talið er, að börn á aldrinum 4—8 ára þarfnist að minnsta kosti 12 stunda svefns, 8—12 ára 11 stunda svefns, 12—14 ára 10 stunda svefns, en unglingar frá 14—20 ára 9 stunda svefns á sólarhring. Rannsóknir hafa verið gerðar á því, hver áhrif svefn- leysi hefði á líkamsstörfin og sálarlífið; t. d. eru kunnar rannsóknir Kleitmans í Chicago og félaga hans. Þeir lögðu á sig svefnleysi í 40—115 klukkustundir. Það kom í ljós, að auðvelt reyndist að vaka, væru þeir sístarfandi, en þeir sofnuðu strax, ef þeir lögðust fyrir og slökuðu á vöðvunum. Framkvæmd var rannsókn á blóði þeirra og þvagi og sýndi hún eðlilegt ástand. Hjartastarfsemin, öndunin, efnaskipti líkamans, blóðþrýstingur, líkamshiti, matarlyst og melting virtist einnig allt eðlilegt. Þeim leið vel að öðru leyti en því, að þeir voru syfjaðir. Það er mjög mikilvægt atriði til að ryðja svefninum braut að slaka á öllum vöðvum, liggja máttlaus og hreyfa sig ekki. Sé það ekki gert, berast taugaboð til heilans um hreyf- ingarnar og vöðvastarfsemina, en slík boð valda þar ónæði og bægja svefninum frá. Margur hefir áhyggjur af svefnleysi og fjöldi fólks er hræddur um, að geðveiki hljótist af, ef svefnleysi gerir vart við sig til muna. En óhætt er að fullyrða, að slíkur Heilbrigt líf 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.