Heilbrigt líf - 01.12.1941, Page 30

Heilbrigt líf - 01.12.1941, Page 30
Mun slíkt hafa átt sér stað hér á landi. Mjólk frá berklaveikum nautgripum er að sjálfsögðu stórhættu- leg til neyzlu. Gildir þar einu, hvort gripurinn er smit- aður og sýktur af manna- eða nautaberkla-sýklinum. Ber því ávallt að farga slíkum gripum. 3) Fuglaberkla-sýkillinn (typus gallinaceus). Þessi teg- und sýkla kemur aðeins fyrir í fuglum, t. d. hænsnum, og er álitin skaðlaus mönnum. Þó eru dæmi til þess, að menn hafi smitazt af berklaveikum páfagaukum. 4) Berklasýkill fiska og annarra dýra með köldu blóði (typus piscinus) er með öllu skaðlaus mönnum. Sýk- ill þessi finnst í fiskum, slöngum og froskum. Berklasýkillinn er mjög lífseigur. Hann þolir betur ýmis ytri áhrif en aðrir sýklar skyldir honum. I dimmum íbúðum, sem aldrei njóta sólarljóssins, og þar sem dags- birta er af skornum skammti, er talið, að sýklarnir geti haldizt lifandi 1—2 ár. Þó hefir mjög sjaldan tekizt að finna lifandi berklasýkla í uppgangi berklaveikra, sem legið hefir og þornað svo mánuðum skiptir. Sterkt og bjart sólskin drepur sýklana á nokkrum klukkustundum. En sólskin, sem hefir farið gegnum þunnt gler, t. d. gluggarúðu, þarf lengri tíma, því að glerið veitir áhrifa- mestu geislunum, hinum svonefndu útfjólubláu geislum, meira eða minna viðnám. Sólarlaus dagsbirta drepur sýkl- ana á nokkrum dögum, nema þeir séu í þykkum hrákum. Gott og hreint loft, sem endurnýjast stöðugt, hefir einnig mjög fljótt veikjandi áhrif á kraft sýklanna, og minnkar að sama skapi sýkingarhættan af þeim. Rotnun þola þeir vel. Berklasýklar í hrákum geta haldizt lifandi hátt upp í 1 ár, ef hrákarnir liggja í vatni eða bleytu og þorna ekki upp. Kulda þola sýklarnir einnig vel. Frost allt að 10° og snjó þola þeir vikum saman. Hita þola þeir verr. Við 70° hita á C. drepast þeir á tuttugu mínútum, og við 134 Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.