Heilbrigt líf - 01.12.1941, Page 63

Heilbrigt líf - 01.12.1941, Page 63
■er hvorki sullaveiki né óþrifum útrýmt til fulls enn, en mikill er samt munurinn frá því, sem var. TJ tanhússþrifnaður. Um utanhússþrifnað er hér ekki unnt að geta meira en rétt að drepa á stöku atriði, en hann var að sínu leyti svipaður og þrifnaðurinn innanhúss. Algengt var að hella þvagi, soði, skolpi o. þ. h. í hlaðvarpann rétt fram undan bæjardyrum, þar sem engin var fráræslan, en væri hún nokkur, var hún oftast opinn tréstokkur, sem lá út gegn- um vegg og í hlandfor rétt fyrir utan, svo að þefinn það- an lagði inn í bæinn, a. m. k. þegar vindur stóð af forinni. Vatnsból voru ýmist lækir eða brunnar; voru brunnarn- ir stundum opnir og oftast grunnir og illa um þá búið, og oft illa um þá gengið. Þegar næmir sjúkdómar voru á heimilinu, hafa sýklar vafalaust oft borizt í vatnsbólin, t. d. taugaveikisýklar, og í matvælin, sem einatt var fjall- að um með óhreinum höndum, bæði af búrkonu og neyt- endum. Utan- og innanhússþrifnaði er enn víða ábóta vant, svo í bæjum sem sveitum, en flest hefir þó breytzt afarmikið til batnaðar. Auk kolareyksins, sem stafar af hitun húsa, og nokkur óþægindi eru að í bæjum úti við, í hægviðri á vetrum, og Reykvíkingar væru nú orðnir lausir við, ef allt hefði farið með felldu, er það aðeins eitt, sem meiri óþrif eru að í bæjum og hættulegri nú á dögum en átti sér eða á sér stað í sveitum: Það er rykið, sem bílar og vindar þyrla upp þegar þurrkar ganga og spillir and- rúmsloftinu og fyllir öll vit, svo að bæði stafa óþægindi og hætta af. Er undarlegt, að ekkert skuli vera reynt að gera til þess að vinna bug á þeim óþrifnaði. Að öllu öðru leyti hafa orðið svo miklar framfarir í hreinlæti, að ekki verður efast um, að sjúkdómar og kvillar, sem eiga að meira eða minna leyti rætur að rekja til óþrifnaðar, hafi verið miklu tíðari fyrr en nú, og er það að vísu alveg Heilbrigt líf 167
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.