Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 3
NORÐURLJ ÓSIÐ
3
HEIKIILIÐ
TILHUGALÍF — HJÓNABAND — BÖRN
Eftir dr. John R. Rice.
ÚR FORMÁLA.
Mörg ókeypis ráð eru gefin um, hvernig gera megi hjónabandið
hamingjuríkt og vel heppnað. Ráðin sum eru góð, önnur vond og
léttúðug.
Nokkrar góðar hækur eru til um heimilið. Venjulegast koma þær
ekki inn á hin mikilvægu svið heimilis, sem rætt er um í biblíunni.
Fólk þarfnast biblíulegrar handbókar um heimilið, hjónabandið
og börnin, um guðsdýrkun. aga og guðrækilegt líferni á heimilun-
um. Þetta eru sumar þeirra ástæðna, að ég hefi gert heiðarlega til-
raun að flytja skýra, biblíulega kenningu um vandamál hjónabands
og heimilis. ... Eg reyni að flytja það, sem Guð segir í orði sínu
um nokkur heilög málefni, heimfært á hagnýtan hátt.
.... Margir gætu gert þetta miklu betur en ég. En mig langar til
að hjálpa fólki til að lifa frammi fyrir Guði á heimilinu og gera
það að smádepli af himnaríki á jörðu.
Alls staðar um Bandaríkin hefi ég prédikað um heimilið. Ég hefi
rekið mig á, að fólk vill vita, hvað biblían segir um vandamál
heimilisins. Þessi bók mun gera mikið gagn, vilji fólk lesa hana með
eins vingjarnlegum áhuga og margfaldar þúsundir manna hafa sýnt,
er hafa heyrt mig tala um þessi efni. Guð hefir notað predikun mína
um þessi efni til að afstýra hjónaskiinuðum á heimilum.
Kaflar eru í þessari bók, er sumum munu finnast of bersöglir. En
biblían sjálf er bersögul. Ung hjón hafa skrifað mér alls staðar að
í Bandaríkjunum og beðið um fræðslu og leiðbeiningar í vanda-
málum, sem lúta að farsælu hjónabandi og heimilislífi: Tilhugalíf,
takmörkun barneigna, skilnað hjóna og skyld efni. Kristið fólk ætti