Norðurljósið - 01.01.1971, Page 5
NORÐURLJÓSIÐ
5
1. HJÓNABANDIÐ ER STOFNAÐ AF GUÐI.
Heimskingjar einir gera gys að hjónabandinu. Hugsunarlaus flón
eða rangsnúnir ræflar geta talað og hugsað með léttúð um stofnun
hjónabandsins. Hjónabandið var stofnað af Guði.
I garðinum Eden var það Guð, sem stofnaði hjónabandið. I
1 Mósebók, 2. 18. segir svo: „Og Drottinn Guð sagði: ,Eigi er það
gott, að maðurinn sé einsamall; ég vil gera honum meðhjálp við
hans hæfi.“ Guð gerði þess konar mann, að hann þarfnaðist eigin-
konu. Guð þekkti þarfir hjarta hans og líkamlegar þarfir hans.
Guð gerði Evu, af því að hennar var þörf. Hjónabandið var stofnað
af Guði.
Það er viðkvæmur blær yfir sögunni, sem sögð er í 1 Mós. 2.
21.—25. :„Þá lét Guð fastan svefn falla á manninn; og er hann var
sofnaður, tók hann eitt af rifjum hans og fyllti aftur með holdi. Og
Drottinn Guð myndaði konu af rifinu, er hann hafði tekið úr mann-
inum, og leiddi hana til mannsins. Þá sagði maðurinn: ,Þetta er
löks bein af mínum beinurn og hold af mínu holdi; hún skal karl-
ynja kallast, því að hún er af karlmanni tekin.‘ Þess vegna yfirgefur
maður föður sinn og móður sína og býr við eiginkonu sína, svo
að þau tvö verði eitt hold. Og þau voru bæði nakin, maðurinn og
kona hans, og blygðuðust sín ekki.“
Það var Guð, sem leiddi konuna til Adams. Það var Guð, er
sagði þeim, hvað hjónabandið merkti. Þau elskuðu hvort annað
þegar í stað og fagurlega, svo að ritningin segir: „Og þau voru bæði
nakin, maðurinn og kona hans, og blygðuðust sín ekki.“ Þessum
fyrstu hjónum, Adam og Evu, gaf Guð boðorðið: „Yerið frjósöm,
margfaldist og uppfyllið jörðina og gerið ykkur hana undirgefna.“
(1 Mós. 1.28.)
Við getum þannig sagt með réttu, að Guð gerði karl og konu
hvort handa öðru til að ganga í hjónaband. Og við getum sagt, að
sjálfur Guð framkvæmdi fyrstu hjónavígsluna í garðinum í Eden.
Hjónabandið er því heilagt og fagurt, stofnun vígð og áformuð af
almáttugum Guði, manninum til góðs og hamingju, en sjálfum
Guði til dýrðar.
Drottinn Jesús sjálfur bætti sinni blessun við hjónabandið með
því að staðfesta frásögn 1 Mósébókar af sköpun 'karls og konu hvort
handa öðru. Hann sagði: „Hafið þér eigi lesið, að skaparinn frá