Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
upphafi gerði þau karl og konu og sagði: ,Fyrir því skal maður
yfirgefa föður óg móður og húa við eiginkonu sína, og þau tvö
skulu verða eitt hold. Það, sem því Guð hefir tengt saman, má eigi
maður sundur skilja.“ Drottinn Jesús sjálfur staðfesti hjónabandið
sem heilaga og guðdómlega stofnun.
Það er merkilegt, þegar Drottinn Jesús fæddist, að hann fæddist
í heimili. Satt er það, að Jesús var ekki getinn með náttúrlegum
getnaði. Hann átti engan mannlegan föður. Jósef gat ekki Jesúrn.
Meyjarfæðing Krists er nokkrum sinnum greinilega staðhæfð í
ritningunni. Aðeins vantrúarmenn og ókristnir menn — þeir, sem
kannast ekki við kennivald biblíunnar, þeir, sem trúa ekki kristinni
kenningu — neita meyj arfæðingu Drottins vors. Samt var Jesús
fæddur í heimili. María og Jósef voru beitbundin, ætluðu að giftast,
og Guð sagði Jósef, áður en barnið Jesús fæddist, að taka að sér
Maríu, konu sína. Engill frá Guði sagði Jósef í draumi: „Jósef,
sopur Davíðs, óttast þú ekki að taka til þín Maríu, konu þína, því
að fóstur hennar er af heilögum Anda.“ (Matt. 1.20.) Okkur er enn-
fremur sagt: „En þegar Jósef vaknaði, gerði bann eins og engill
Drottins hafði boðið honum, og tók konu sína til sín, og hann
kenndi hennar ekki, unz hún hafði alið son, og hann kallaði nafn
hans Jesús.“ (Matt. 1. 24.—- 25.)
Þannig varð það, að Jesús átti ekki aðeins móður, heldur átti
hann einnig heimili. Jósef var honum sem faðir. Lúkas segir frá
því, er Drottinn Jesús var aðeins tólf ára gamall, fór hann með „for-
eldrum sínum“ til Jerúsalem. (Lúk. 2.41, 42.) Jesús naut umhyggju
mannlegs föður, þótt Jósef væri ekki faðir hans í raun og veru.
Jesús naut iþeirrar blessunar að eiga heimili. Eftir að hafa hlýtt
á lærimeistarana í musterinu og spurt þá, fór hann „heim með þeim
til Nazaret og var þeim hlýðinn.“ (Lúk. 2. 51.)
Jesús heiðraði heimilið og gerði það að heilagri stofnun með
því að velja það falutskipti að fæðast í heimili og alast upp í heimili!
Það er ekki mikið sagt um fyrstu 30 árin af ævi Drottins Jesú hér
á jörðu, en nóg er sagt til þess, að við vitum, að hann átti heima í
heimili manna og gerði dýrleg að eilífu heimilið og hjónabandið.
Hve það er markvert, að hjónabandið var fyrst ætlað fullkomn-
um körlum og konum! Adam hafði aldrei syndgað, þegar Guð gerði
honum konu, því að Guð sagði: „Eigi er það gott, að maðurinn sé
einsamall.“ Jafnvel fullkomið, syndlaust fólk, heilagt fólk, svo