Norðurljósið - 01.01.1971, Side 7
NORBURLJÓSIÐ
7
dyggðugt og gott, að Guð sjálfur gat komið til þess í garðinn og talað
við það sem nánustu vini og haft unun af indælu og heilögu sam-
félagi þess, svo heilagar og syndlausar verur sem Adam og Eva
voru í Edengarði, fundu samt, að hjónabandið var rétt, viðeigandi
og gagnlegt. Þeir, sem tala vilja óvirðulega um hjónabandið, um
samband eiginmanns og eiginkonu, er heimskt og óguðlegt fólk,
sem lítilsvirðir heilagt eðli hjónabandsins. Engin furða, 'þótt Guð
gæti sagt í Hebreabréfinu: „Hjónaband er heiðarlegt í öllum grein-
um og hjónasængin óflekkuð; en frillulífismenn og hórkarla mun
Guð dæma.“ (Heb. 13. 4.) (Ensk. þýðing.)
Sumar bækur í félagsfræði, sem kenndar eru í framhaldsskólum
og menntaskólum, kenna það, að hjónábandið sé ávöxtur þróunar.
Enginn hefir nokkra sannsögulega frásögn af því, að hjónabandið
hafi ekki alltaf verið eins og það er nú. Þeir, sem trúa því, að
hjóna'bandið sé ávöxtur þróunar, hugsa þannig, af því að þeir vilja
hugsa þannig. Raunverulega ástæðan er sú, að þeir hata biblíuna
og hata Guð og vilja ekki trúa því, að hjónabandið sé stofnun, sem
Guð sjálfur stofnaði, eins og biblían segir frá. Þeir vilja ekki bind-
andi, biblíulegt hjónaband. Þá langar ekki til að gera Guði rei'kn-
ingsskil. Þeir vilja ekki iðrast synda sinna. Af settu ráði vilja þeir
ékki hafa Guð með í áformum sínum, svo að þeir vilja trúa því, að
hjónabandið sé ekki frá Guði, beldur ávöxtur þróunar.
Sumt fólk vill ekki láta hjúskaparheit binda sig. Það vill auð-
veldan hjónaskiinað, þegar girndunum hefir verið dálítið svalað,
þegar eldar ástríðnanna dvína. Það vill ekki líta á hjónabandið
sem ábyrgðarstöðu. Það vill ekki bera ábyrgð á börnunum. Það
mælir með takmörkunum barneigna eða vináttu hjónaböndum, að
auðvelt sé að skilja.
Satt er það, af því að karlar og konur eru syndugt fólk, hefir líf-
ernið ekki alltaf samsvarað hugsjóninni og sannfæringunni um,
hvað er rétt og viðeigandi hjónaband. En hjónabandið er stofnun,
sem staðið hefir frá dögum hins fyrsta eiginmanns og hinnar fyrstu
eiginkonu allt til þessa. Sú stofnun mun standa, unz mannkyn í mann-
legu holdi á ekki framar heima hér á þessum hnetti.
Það er heimskulegt að halda, að sá tími hafi verið, er mennirnir
voru ekki eins skynsamir og sum dýr eru nú á dögum! Mörg dýr
eiga sama makann ævilangt. Sömuleiðis sumar tegundir fugla. Sé
þetta satt um sumar tegundir æðri dýra, hve mi'klu fremur er það