Norðurljósið - 01.01.1971, Side 8
8
NORÐURLJÓSIÐ
þá satt, að sjálfur Guð hafi stofnað hjónabandið handa mannkyn-
inu. Við höfum engan rétt til að breyta lögum Guðs um hjónabandið.
Enginn getur óhlýðnazt þeim, nema sér eða mannfélaginu til skaða.
Það hafa alltaf verið til ranghverf hjónabönd. Fjölkvæni hefir
verið iðkað. Það hafa verið tímar andlegs myrkurs, spillingar,
þegar lög Guðs um hjónabandið hafa ekki verið haldin fremur en
önnur siðferðislög. En mannkynið varð til vegna hjónabandsins og
hjónabandið vegna mannkynsins. Það var áform ólýsanlega ástríks
og viturs Guðs.
2. HVERS VEGNA ÆTTI FÓLK AÐ GIFTAST?
Það eru margar skynsamlegar ástæður fyrir því.
I fyrsta lagi, menn þarfnast samfélags.
Guð sagði: „Eigi er það gott, að maðurinn sé einsamall.“ Haldið
þið, að hið æðsta og bezta í manninum fái fullnægju af því, að
maginn sé fullur af mat? Alls ekki. Maðurinn þarfnast samfélags.
Mun það veita manninum ánægju, að hann er vitur, ef enginn
heyrir vizku hans? Mun konu nægja að syngja fallega, ef enginn,
sem hún ann, heyrir hana syngja?
Frelsarinn sendi út postula sína tvo og tvo. Hann sendi hina
sjötíu út tvo og tvo. Páll og Barnabas fóru tveir saman fyrstu trú-
boðsferðina. Þeir Páll og Sílas fóru tveir saman síðar. Ennfremux
segir Jesús: „Ef tveir af yður verða sammála á jörðinni, mun þeim
veitast af Föður mínum, sem er í himnunum, sérhver sá hlutur,
sem þeir kunna að biðja um.“ (Matt. 18.19.) Þið sjáið, að jafnvel
í bæn eru betri tveir en einn. Guð heyrir fremur bænir tveggja
manna en eins.
Hjónabandið bætir úr samfélagsþörfinni. Maður, sem á góða,
ástríka konu, er treystir honum, getur óttalaust horfzt í augu við
heiminn. I eðli mannanna er skráð þörfin á hjónabandi.
Annað: Fólk ætti að giftast til að vinna saman.
Karlmaðurinn er dásamlega gerður til að vinna þau verk, sem
honum eru ætluð. En hann getur skort lipurð í fingrum til að
þræða nál eða klæða smábarn. Karlmenn hafa oft orðið undrandi,
er þeir fengu konu í húsið, að sjá, hvaða breytingar hún gerði til
bóta. Karlar og konur eru ólík, og hvort kynið þarfnast hins, að
vinna saman. Vegna samstarfsins er hjónabandið nauðsynlegt. Karl-