Norðurljósið - 01.01.1971, Page 11
NORÐURLJÓSIÐ
11
heilagleika Guð's og réttlætis hans, er þeir stjórna viturlega heimil-
inu, sem Guð hefir sett þá til forystu. Hver karlmaður var gerður til
að vera eiginmaður og faðir. I sjálfu eðli karlmannsins búa eigin-
leikar, sem aldrei koma í ljós, unz hann eignast heimili og fjölskyldu.
Guð ætlaði karlmönnunum að verða feður.
í fyrra bréfi Péturs 3.7. segir Guð okkur, hvernig eiginmaður
og eiginkona fá inngöngu í leyndardóma kraftaverks-sköpunar i
hjónabandinu, „Þér menn, búið með skynsemi saman við konur
yðar svo sem veikari ker og veitið þeim virðingu, eins og þær og
eru samarfar yðar að náð lífsins." Karl og kona, sameinuð í hjóna-
bandi, í guðræknu hjónabandi, eru „samarfar að náð lífsins.“ Guð
segir við karl og konu: „Eg vil láta ykkur taka þátt með mér í sköp-
un lítillar veru. Ég vil láta ykkur leiða inn í heiminn, ekki einungis
lítinn líkama, heldur einnig ódauðlega sál.“ Þetta er ákvörðunin
með bjónabandið.
Fimmta: Fólk œtti að ganga í hjónaband, af því að það verður
ástfangið.
Fólk, sem ekki elskar, ætti ekki að giftast. Satt er það, að þetta,
að verða ástfanginn, er ekki næg ástæða fyrir hjónabandi. Einu
gildir, hve heitt þú elskar einhvern eða einhverja. 011 þessi hjóna-
bönd, sem hafa orðið upplausn að bráð, heldur þú, að þau hafi
ekki byrjað með ást? Ástin er ekki nóg. Um það verður rætt meir
seinna. Ástin er samt vissulega nauðsynleg til að hamingja ríki í
hjónabandinu, og þegar fólk elskar eins og það á að gera, er það
knýjandi ástæða fyrir hjónabandi.
Af þessu öllu skulum við draga þá ályktun, að venjulegast ætli
Guð körlum og konum að ganga í hjónaband, og að hjónabandið sé
oftast mesti hamingjuvegur ævinnar, séð frá því sjónarmiði, að
hjónabandið sé eftir vilja Guðs, hjónaband, sem blessun hans hvílir
yfir.
III. HJÓNABANDIÐ ER NÁNASTA MANNLEGA SAMBANDIÐ.
I sögum og söngvum hafa menn um aldaraðir miklað og veg-
samað móðurástina. Oft segir fólk: „Móðir þín er bezti vinurinn,
sem þú eignast nokkurn tíma. ...“ En því vil ég þrýsta inn í hjarta
lesarans, að nánasta og dýrmætasta mannlegt samband er ekki á
milli móður og barns, heldur samband eiginmanns og eiginkonu.
Móðurástin er mjög viðkvæm. Það er kraftaverk Guðs, að hann