Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 13
NORBURLJ ÓSIÐ
13
makar ævilangt, sem algerlega hafa gefið sig hvort öðru.
Það er ekki rangt af konu að gefa sig alveg manninum sínum.
Það er ekki rangt, að eiginmaðurinn gefi sig konunni algerlega.
Hjarta hverrar eiginkonu ætti að vera svo opið, að hún leitist við
að láta eiginmann sinn eiga hlut með henni í hugsunum hennar,
draumum og löngunum. Á sama hátt ætti eiginmaður að vera konu
sinni svo helgaður, elska hana svo, að hún fái skilið hjarta hans
allt.
Karl og kona, sem ganga í hjónaband, ættu ekki að líta á sig ein-
göngu sem eitt hold lagalega, heldur ættu þau að elska hvort annað
svo, laga sig svo hvort eftir þörfum hins, löngunum og hæfileikum,
að þau verði í raun og veru eitt. Þau geta verið eitt í huga, eitt í
áformum, eitt í ástum og eitt í skilningi eftir því sem Guð gefur
þeim náð til, og gera þannig hjónabandið raunverulegt,
I 1. Korintubréfi 7. 3.—5. segir svo: „Maðurinn láti konunni í
té það, sem skylt er, og sömuleiðis einnig konan manninum. Ekki
hefir konan vald yfir sínum eigin líkama, heldur maðurinn, en
sömuleiðis hefir ekki heldur maðurinn vald yfir sínum eigin líkama,
heldur konan. Haldið yður eigi hvort frá öðru, nema þá eftir sam-
komulagi um stundarsakir, til þess að þér getið haft næði til bæn-
arinnar, og takið svo saman aftur, til þess að Satan freisti yðar
ekki vegna bindindisleysis yðar.“
Skilur þú, hvernig hjónahandið gerir eiginmann og eiginkonu
algerlega eitt? Konan 'hefir ekki vald yfir eigin líkama sínum. Það
vald heyrir til eiginmanni hennar: Eiginmaðurinn hefir heldur ekki
vald yfir eigin líkama sínum. Það vald tilheyrir eiginkonunni. Og
biblían býður skýrum orðum: „Haldið yður eigi hvort frá öðru,
nema þá eftir samkomulagi um stundarsakir, til þess að þér getið
haft næði til bænarinnar, og takið svo saman aftur, til þess að
Satan freisti yðar ekki vegna bindindisleysis yðar.“ Þið sjáið, að
Guð hefir ekki reist girðingu á milli eiginmanns og eiginkonu.
Guð 'hefir engar takmarkanir í sambandi við hjónasængina. Það
er engin synd, að þau líti á sig sem eitt, svo að ánægja annars sé
gleði hins.
Ég vil, að það skiljist, að hjónabandið er nánasta mannlega
sambandið, að tvær manneskjur verða í raun og veru eitt í augum
Guðs, og að þær vaxi æ meir saman í eitt að vilja og trú, að venj-
um og skilningi, að sorgum og gleði.