Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 15
N O R Ð U R L J Ó SIÐ
15
mál. Ein af þeim hættum, sem fylgja kjassi og blíðuhótum, er sú,
að þetta hindrar allt alvarlegt tal. Aherzlan er IögS á hið Iíkam-
lega, ekki hið vitsmunalega og andlega.
3. Tilhugalífinu eiga að fylgja bréfaskipti. Unga fólkið vill eiga
eitthvað út af fyrir sig, og bréf eru launungarmál. Margt má læra
um aðra af bréfi. Rithöndin, orðavalið, menntunin birtir meira
um manninn í bréfi en langt samtal getur gert. Bréfin eiga að vera
einlæg og sómasamleg, svo að ékki þurfi að blygðast sín fyrir þau,
þótt þau yrðu einhverntíma birt.
4. Ungt fólk ætti að láta aðra sjá sig saman. Framan af unglings-
árum getur það verið heima hjá foreldrunum. Á seinni unglings-
árum getur ungt fólk farið eitthvað saman, ef það kemur heim sæmi-
lega snemma og að ekki sé farið þangaS, sem freistingar geta mætt
eða verið meynni vansæmd.
5. Unga fólkið getur tekið sameiginlegan þátt í mörgum leikjum,
sótt fyrirlestra, hljómleika og samkomur. Hjá samborgurum okkar
situr trúað og opinberlega trúlofað fólk saman á morgun-guðsþjón-
ustum. Annað ungt fólk sækir æskulýSssam'komur eða situr saman
á kvöldsamkomum. En það á ekki að haldast í hendur eða hvíslast á,
meðan guðsþjónusta fer fram. En ungt fólk þarf að vera saman,
til þess að það þekkist nógu vel til að geta trúlofast og gifzt.
6. Þetta, að vera saman, krefst ekki mikillar lí'kamlegrar snerting-
ar. Vingjarnlegt handtak, eða að stúlka styðji hendi á handlegg
félaga síns, ef hún þarfnast stuðnings, er alveg nóg fyrir fólk, sem
ekki er trúlofað.
Þegar ungt fólk hefir lært að elskast og ákveðið að ganga í ævi-
langt hjónaband, þá má leyfa sér einhver ástarhót af hreinu tagi.
En sýna skal gát og hæversku.
Kvikmyndirnar, dansinn, nektartízkan, blygðunarlaus afhjúpun
líkama kvenna og ungra stúlkna, sögur og myndir í tímaritum, allt
jietta kveikir kynfýsn í huganum og beinir honum að kynmökum.
Allt þetta hefir brotið niður hæverskuna og eölilega hlédrægni
hreinleikans. I bifreiðum, fjarri öllu eftirliti, sleppir unga fólkið
sér. Það kjassar, faðmar og kyssir hvað annað. Það leikur ást, sem
ekki er til eða ásetningur að ganga í hjónaband. Það breytir eins
blygðunarlaust hvað við annað eins og skepnur. Það svívirðir helg-
ustu hvatir sínar og lætur ástríður likamans koma sér í loga. Síðan
kemur eðlilega næsta skrefið: Saurlifnaðurinn.