Norðurljósið - 01.01.1971, Page 17
N ORÐURLJ ÓSIÐ
17
skóggeitar-tvíburar. Háls þinn er eins og fílabeinsturn, augu þín
sem tjarnir bjá Hesbon, viS hlið Batrabbím, nef þitt eins og Líban-
onsturninn, sem veit að Damaskus. Höfuðið á þér er eins og Karmel
og höfuðhár þitt er purpuri, — konungurinn fjötraður af lokkunum.
Hversu fögur ertu og hversu yndisleg ertu, ástin mín í yndisnautnun-
um. Vöxturinn þinn líkist pálmavið og brjóst þín vínberjum. Ég
hugsa: Ég verð að fara upp í pálmann, grípa í greinar hans. Ó, að
brjóst þín mættu líkjast berjum vínviðarins og ilmurinn úr nefi
þínu eplum, gómur þinn góðu víni, sem unnusta mínum rennur
liðugt niður, líðandi yfir varir og tennur.“ (Ljóða-ljóðin 7. 1.—9.).
Þetta er heilög jörð. Ritningarkafla þessa ætti að lesa með lotn-
ingu. Slík tjáning ástar er að sjálfsögðu aðeins ætluð giftu fólki.
Viðeigandi er það og sjáanlega ætlun Guðs, að eiginmaðurinn
skuli vera hreykinn af líkamsfegurð konu sinnar, að hún eigi að
vera honum „öll fögur“. En myndin, sem hér er dregin, væri
saurguð og vanheilög, ef hún táknaði girndaratlot og blíðulæti
tveggja, sem ekki hafa gefið sig hvort öðru ævilangt, fólk, sem
ekki hefir orðið eitt hold, heitið því: að helga sig hvort öðru.
Ég tel það einnig viðeigandi að minnast hér á það, hvernig ritn-
ingin lýsir tilfinningum brúðarinnar gagnvart eiginmanni sínum.
„Hann kyssi mig kossi munns síns, því að ást þín er betri en
vín .... Unnusti minn er sem knýti með myrru, sem hvílist milli
brjósta mér. Kypur-ber er unnusti minn mér, úr víngörðunum í
Engedi .... Hversu fagur ertu, unnusti minn, já, indæll; já, iðgræn
er hvíla okkar. Bjálkarnir í húsi okkar eru sedrusviðir, þiljur okk-
ar kýprestré.“ (Ljóða-ljóðin 1. 2., 13.—17.).
„Hann leiddi mig í vínhúsið, og merkisblæja hans yfir mér var
elska. Endurnærið mig á rúsínukökum, hressið mig á eplum, því
að ég er sjúk af ást. Vinstri hönd bans sé undir höfði mér, en bin
hægri umfaðmi mig.“ (Lj.lj. 2. 4.-6.).
Um rétta, hreina hjónaást segir svo í Lj.lj. 8. 6,7: „Legg mig
sem innsiglishring við hjarta þér, sem innsiglishring við arm-
legg þinn. Því að elskan er sterk eins og dauðinn, ástríðan hörð eins
og hel; blossar hennar eru eldblossar, logi hennar logi Drottins.
Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt
henni. Þótt einhver vildi gefa öll auðæfi húss síns fyrir elskuna,
þá mundu menn ekki gera annað en fyrirlíta hann.“
Þessi ást er sterk eins og dauðinn. Þessi ást verður ekki slökkt