Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 19
NORÐURLJÓSIÐ
19
konu? Því að vegir sérhvers manns blasa við Drottni, og allar
brautir bans gerir hann sléttar. Misgerðir hans fanga hann, hinn
óguðlega, og hann verður veiddur í snörur synda sinna. Hann mun
deyja vegna skorts á aga og kollsteypast vegna sinnar miklu
heimsku.“
Hér er sagt skýrum orðum, að sum réttindi ástaratlota eru að-
eins handa hjónum. Nánustu mökin eru aðeins ætluð eiginmanni og
eiginkonu. Annars geta þau leitt til hórdóms og kallað niður bölvun
Guðs ....
Ung stúlka var heitbundin ungum manni og sótti dansleik með
honum. Hún dansaði þó nokkrum sinnum við einn skólahróður
sinn, sem hún elskaði ekki. Kynfýsn þeirra beggja vaknaði, og þau
frömdu saurlifnað. Hún sagði mér grátandi síðar, að hún elskaði
ekki þennan unga mann, en hún elskaði ennþá piltinn, sem hún
var heitbundin. Kynfýsnin hafði kippt henni af fótunum, fýsn, sem
er fullkomlega eðlileg og sjálfsögð eðlishvöt alls venjulegs fólks.
Stúlkan hefði aldrei átt að láta hleypa henni í loga nema í hjóna-
bandinu og þá af eiginmanni sínum.
Kynlífið er gjöf frá Guði. Það á að efla hamingju okkar og
vera okkur til góðs. Það er ætlað eiginmanni og eiginkonu, sem
elskast og helga sig hvort öðru um langa ævi. Af því eiga að vaxa
upp hamingjusamar fjölskyldur og elskuð börn. En sé því rang-
hverft, notað gagnstætt boðum Guðs, getur það orðið hættulegasti
óvinur karla og kvenna og leitt fólk út í hræðilega tortíming.
REGLUR, SEM GETA FORÐAÐ FÓLKT FRÁ AÐ SYNDGA
f ÁSTAMÁLUM.
Vinátta, kunningsskapur, félagsskapur kynjanna á öllum aldri,
hvort heldur piltar eða stúlkur eða gift fólk á í hlut, er viðeigandi.
En ástamök eru annað mál. Ég held, að fylgjandi reglur geti reynzt
gagnlegar.
1. Sýndu heiðarleik og einlægni. Ástaratlot eru alltaf óviðeigandi
og spillt, spretti þau ekki af einlægni. Þegar piltur og stúlka kyssast
— sé kossinn ekki tákn ástar, þá er hann lygi, þá er hann synd.
Þegar þau hegða sér eins og þau væru hjón, eða fólk, sem hefir
heitið hvort öðru tryggð til dauðans, og sé það ekki ásetningur
hjartna þeirra, eða spretti af ást, þá er ástaratlot þeirra lygi. Þau