Norðurljósið - 01.01.1971, Page 21
NORÐURLJÓSIÐ
21
3. Þriðja reglan, sem ég sting upp á, er þessi: Dæmdu þig með
sama dómi, sem þú dœmir aðra. Jesús sagði: „Hví sér þú flísina
í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum, sem er í auga
þínu?“ (Matt. 7. 4.) Ef hinir mest virtu sannkristnir menn, sem þú
þekkir, skyldu breyta á sama hátt og heimskulegt, syndugt ungt
fólk, mundir þú halda, að það væri rétt? Mundir þú telja það við-
eigandi fyrir prédikara? Mundi það vera rétt fyrir móður þína að
haga sér gagnvart öðrum manni á sama hátt og hún hagar sér gagn-
vart föður þínum? Jæja, Jesús sagði þér, að þú skyldir dæma þig
með sama dómi, sem þú dæmir aðra. Sé þetta rangt fyrir aðra, þá
er það rangt fyrir þig. Sé það rangt fyrir prédikara, er það rangt
fyrir safnaðarfólk. Sé þetta rangt fyrir gift fólk (nema maki þess
eigi í hlut), þá er það rangt fyrir einhleypt fólk.
4. Næsta reglan er þessi: Vertu ávallt öðrum góð jyrirmynd.
Guð krefst þess, að kristið, ungt fólk gefi öðrum kristilega fyrir-
inynd. 1 Tím. 4. 12. hljóðar svo: „Lát engan líta smáum augum á
æsku þína, en ver þú fyrirmynd trúaðra í orði, í hegðun, í kærleika,
í trú, i hreinleika.” Ungt fólk á að vera fyrirmynd í hreinleika! Þú
ert ábyrgur fyrir þeim, sem eru í kringum þig. Oss er boðið að gefa
gætur hver að öðrum til að hvetja oss til kærleika og góðra verka.
(Hebr. 10. 24.) í Róm. 14. 13. segir svo: „.... Kveðið öllu heldur
upp þann dómsúrskurð, að þér skuluð ekki verða bróður yðar til
ásteytingar eða hneyksla hann.“ í Róm. 14. 15. stendur: „Ef bróðir
þinn hryggist sökum matar, þá ertu kominn af kærleikans braut.
Hrind ekki með mat þínum í glötun þeim manni, sem Kristur er
dáinn fyrir.“ Róm. 14. 21. segir svo: „Það er rétt að eta hvorki
kjöt né drekka vín né gera neitt, sem bróðir þinn steytir sig á.“
Ef fyrirmynd þín leiðir aðra til að gera rangt, þá er það synd. Eða
ef þú særir samvizku annarra, þá gerir ritningin það ljóst, að þú
hefir syndgað. í sjálfu sér var það ekki nauðsynlega rangt, að eta
kjöt, sem fórnað hafði verið skurðgoðum. Páll segir:
„Gætið þess, að þetta frelsi yðar verði ekki hinum óstyrku ásteyt-
ingarefni. Því að sjái einhver þig — þig, sem hefir þekkinguna —
sitja til borðs í goðahofi, mundi það ekki stæla samvizku þess, sem
óstyrkur er, til að neyta fórnarkjöts? Því að hinn óstyrki glatast
vegna þekkingar þinnar, bróðirinn, sem Kristur dó fyrir. En þegar
þér þannig syndgið gegn bræðrunum, og særið samvizku þeirra,
þá syndgið þér á móti Kristi. Þess vegna mun ég, ef matur hneyksl-