Norðurljósið - 01.01.1971, Side 27
NORÐURLJÓSIÐ
27
a'ð við leiðumst ekki út í hörmulega synd eða freistum annarra til
að syndga. Við skulum lifa þannig, að við verðum ekki öðrum til
hneykslunar eða til ásteytingar, sem gæti skaðað málefni Krists.
Sem þjónn Jesú Krists sendi ég þennan boðskap frá mér með
bæn, að hann megi verða mörgum til blessunar.
3. kafli.
FRUMREGLUR VELHEPPNAÐS OG SÆLURÍKS
HJÓNABANDS.
1. Sannkristið fólk á að giftast sannkristnu fólki.
2. Sannkristið fólk œtti að fá beina leiðbeining frá Guði um
makaval.
3. Vel heppnað hjónaband verður að grundvallast á hjartanlegu
samþykki þeirra, sem giftast.
4. Fólk, sem vill njóta hamingjusams, vel heppnaðs hjónabands,
œtti að hafa biblíuna sem grundvöll hjónabandsins og heimilisins.
5. Vel heppnuð hjónabönd eru ]yau, sem eiga að standa, „í með-
lœti og mótlœti“, „unz dauðinn skilur okkur að“.
6. Vel heppnað hjónaband œtti að vera blcssað með barneign-
um.
7. Falslaus ást er nauðsynleg í vel heppnuðu hjónabandi.
8. Heiðarleg trúlo/un lijálpar til að efla hamingjusamt, vel
heppnað hjónaband.
9. Opinbert, krislilegt brúðkaup er gott upphaf á hamingjusömu
hjónabandi.
Þegar við lesum, hvað Guð gerði við Adam, er hann skapaði konu
handa honum, er það augljóst, að Guð ætlaðist til, að hjónaband
veitti hamingju. Ritningin segir: „Sá, sem eignast konu, eignast
gersemi og hlýtur náðargjöf af Drottni.“ (Orðskv. 18. 22.), og
,,.... skynsöm kona er gjöf frá Drottni.“ (Orðskv. 19. 14.). í
Orðskv. 31. 10.-—-12. eru nokkur einlægnisorð frá Guði um það,
hvað sá maður hefir öðlazt, sem eignazt hefir góða eiginkonu.
„Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er mikils meira virði en perl-
ur. Hjarta manns hennar treystir henni, og ekki vantar að honum
fénist. Hún gjörir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.“