Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 28
28
NORÐURLJÓSIÐ
í þessum ritningargreinum er skýrt bent á, að hjónaband eflir
hamingju, þegar góður maður gengur að eiga góða stúlku.
Hjónaband á að vera hamingjusamt. Sé ihjónabandið það, sem
Guð ætlaðist til, að það yrði, þá mun það verða hamingj uríkt, far-
sælt, vel heppnað og varanlegt.
Þar sem hjónabandið var í öndverðu stofnað af Guði, þá ættu að
finnast í biblíunni reglur og frumatriði hamingjuríks og farsæls
hjónabands. Því er líka svo farið. Þeir, sem gefa gaum að skýrri
kenningu orðs Guðs, geta gifzt og lifað í hamingj us'ömu hjónabandi,
þótt mæta kunni erfiðleikar og freistingar, sem hvert mannlíf á
jörðu er háð. Hjónabandi fylgir aukin ábyrgð og áhyggja, en sé
því lifað í samræmi við orð Guðs, getur það orðið fagurt, heillaríkt
ævintýri, gott ferðalag.
Hverjar eru þá reglur og frumatriði hjónabands, sem verður
hamingjusamt, sé þeim fylgt? Ég skal nefna nokkuð af þessu hér.
Megi Guð veita okkur náð til að leggja okkur það á hjarta.
1. Sannkristið fólk á að giftast sannkristnu fólki.
Mikilvægast af öllu, er segja má um hjónabandið, finnst mér
þetta atriði. Trúað fólk á aðeins að giftast trúuðu fólki. Hjóna-
bandið er guðleg stofnun. Skyldurnar í hjónabandinu krefjast krist-
innar skapgerðar. Bezti maðurinn eða bezta konan verður það fólk,
sem fúslega vill fylgja áætlun Guðs með heimilið. Hvernig getur sá
verið góður faðir eða sú góð móðir, sem elskar ekki Guð? Hvernig
getur nokkur haldið hjónabandsheit sín nógu vel, andlega talað,
sem elskar ekki Guð og ætlar sér ekki að breyta honum þóknan-
lega?
Samband eiginmanns og eiginkonu er svo náið, svo kært og svo
varanlegt, að ekki verður komizt hjá stöðugri hjartasorg og árekstr-
um á milli hjónanna, tveggja vilja og áforma, ef annað þeirra er
frelsað, en ihitt ófrelsað, glatað.
Fyrst í stað er aðdráttarafl ástarinnar svo mikið, að hvoru um
sig finnst hitt alveg fullkomið. Orðtækið er satt: „Astin er blind“.
Mörg frelsuð stúlka hefir gifzt ófrelsuðum manni. Hjartað hennar
heimska hefir hugsað á þessa leið: „Þegar við erum gift, mun hann
aldrei drekka oftar. Hann segist elska mig svo mikið, að hann
skuli fara í kirkju með mér. Hann er svo kær og góður og elsku-
legur, að hann þarf ekkert annað en að ganga í söfnuðinn.“ Slíkar