Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 30
30
N ORÐURLJ ÓSIÐ
bundin, meöan maður hennar er á lífi. En ef maðurinn deyr, er
henni frjálst að giftast hverjum, sem hún vill, aðeins að það sé í
Drottni.“
Það er ekkert athugavert fyrir ekkju, að ganga aftur í hjónaband,
„aðeins að það sé í Drottni“. Engri konu, hvort sem hún er mær
eða ekkja, er frjálst að giftast, nema það „sé í Drottni“, ef hún er
sannkristin. Frelsað fólk á ekki að ganga að eiga ófrelsað fólk.
Það er „ósamkynja ok“.
Salómó konungur, vitrasti maður, sem uppi hefir verið, gæddur
speki, er Guð gaf honum, syndgaði samt sem áður í þessu efni, er
hann gekk að eiga konu, sem ekki var trúuð. í 2. Kron. 8. 11. lesum
við: „Og dóttur Faraós færði Salómó í hús það, er hann hafði byggt
handa henni, því að hann sagði: ,Eigi skal ég láta konu mína búa
í höll Davíðs ísraelskonungs, því að staðirnir, sem örk Drottins
hefir komið í, eru heilagir‘.“ (Amerísk þýð.) Hve heimskulegt af
manni var það, að giftast konu, sem var ekki hæf til að koma í hús
Guðs, ekki hæf til að búa þar, sem örk Drottins hafði verið!
í 1 Konungabók 11. k. 1.—4. v. segir frá því hvernig konur
Salómós sneru hjarta hans í burtu frá Drottni, Guði hans. Jafnvel
Salómó, vitrasti maður á jörðu, gat ekki staðizt freistinguna, sem
hjónabönd hans við heiðnar konur leiddu yfir hann.
Nehemía benti síðar á, hvernig heiðnar konur höfðu leitt Salómó
lil syndar, benti þannig á hræðilegar afleiðingar þess, þegar Guðs
fólk giftist óguðlegu fólki.
Ef þú elskar Guð og trúir biblíunni, ef þú ert Guðs barn, ef þig
langar til, að hjónaband þitt verði hamingjusamt og heppnist vel,
þá máttu áreiðanlega ekki ganga að eiga glataða manneskju; slíkt
væri synd, og mundi með vissu leiða af sér ófarsæld.
2. Sannkristið fólk ætti að já beina leiðbeinini' jrá Guði um maka-
val.
Sannkristinn maður getur fengið leiðheining frá heilögum Anda
um makaval. Sérhver ungur maður ætti með mikilli bæn að leitast
við að finna vilja Guðs, hver verði konan hans. Margur, ungur,
kristinn maður hefir beðið Guð að gefa sér kónu. Margar kristnar,
ungar stúlkur hafa beðið Guð að velja þeim eiginmenn. Hversu oft
hefir þetta farið vel. Ef kristinn maður getur beðið um nokkuð,
ætti hann að vera fær um að biðja um vizku frá Guði í þessu máli.