Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 31
N ORÐ URLJ ÓSIÐ
31
Ungu fólki ætti að vera kennt, að biðja mjög mikið viðvíkjandi
hjónabandinu, að það ani þar ekki áfram án greinilegrar leiðbein-
ingar frá Guði.
„Hver, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa
ljós lífsins.“ (Jóh. 8. 12.) Jesús sagði í Jóh. 16. 13.: „Þegar hann,
sannleiksandinn kemur, mun hann leiða yður í allan sannleikann.“
Vissulega getur Andi Guðs upplýst hjarta og huga kristinnar mann-
eskju og sýnt henni, hver er vilji Guðs í hjónabandsáformum henn-
ar.
Það skiptir mjög miklu máli, að ungur maður eða mær haldi ekki
fast við vilja sinn. Sérhver ætti að vera fús til að segja: „Drottinn, ég
hætti við unnustu mína, sé hún ekki stúlkan, sem þú hefir fyrirhugað
mér.“ Sérhver stúlka ætti að geta sagt: „Ég vil ekki eiga nokkurn
mann, sem þú hefir ekki valið handa mér. Ef ég finn ástina draga
inig að honum, sigraðu hana þá, Drottinn, og kenndu mér að elska
þann mann, sem ég á að giftast.“
Ég finn, að Guð svaraði bæn og leiddi mig í ákvörðun minni,
er ég kvöld nokkurt gekk fram og aftur á þjóðvegi einum og bað
hann að sýna mér, hvort stúlkan, sem ég unni, væri sú, sem ég ætti
að kvongast.
Ég varð mjög snortinn, er ég heimsótti Bob Jones háskólann,
þegar við hjónin stóðum í móttökustofunni franimi fyrir stórri
mynd af Kristi. Á bak við mig voru tvö ungmenni á bæn. Þau höfðu
mætzt þarna til að kveðjast fyrir sumarið. Þau þökkuðu Guði fyrir
ástina, sem hann hafði gefið þeim, og báðu hann að stjórna að öllu
leyti áformum þeirra. Ég trúi því, að Guði sé gleði að leiðbeina
þeim, sem bíða hans og vilja fúslega láta vilja hans ráða, þegar
þeim er sýndur hann. Lesi nokkur þetta, sem ekki er viss um vilja
Guðs, þá bið þú og bíð eftir honum. Geri vanlíðan, óróleiki eða
ótti vart við sig, 'bíddu þá eftir Guði, þangað til það hverfur, áður
en þú segir „já“ við áformuðu hjónabandi.
3. Vel heppnað hjónaband verður að grundvallast, á hjartanlegu
saimjyykki þeirra, sem ganga að eigast.
Mælikvarði biblíunnar á hjónabandi er þessi: „Þau tvö skulu
verða eitt hold.“ (Matt. 19. 5.).
Oft ber hjónabandið upp á sker og með tjóni beggja, af því að
það var grundvallað á ástinni einni saman. Astin ein er mjög