Norðurljósið - 01.01.1971, Page 36
36
NORÐURLJ ÓSIÐ
Það er mj ög líklegt, að stúlkan, sem þú ætlar að kvongast, verði lík
móður sinni.
Unga mær, áður en þú giftist unga manninum, ráðlegg ég þér að
stanza og athuga. Dáist þú að föður piltsins? Vilt þú eiga þess kon-
ar mann? Gakktu úr skugga um, að ást þín sé í raun og veru ást á
eðlisfari, persónuleika, en ekki holdleg aðlöðun ein. En gefi Guð
þér auk hins, að þú laðist að honum, þá máttu vera örugg um, að
ást þín hvílir á traustum og heiðarlegum grundvelli, sem ihjálpar til
að tryggja hamingj usamt og farsælt hjónaband.
8. Heiðarleg trúlofun hjálpar til að efla hamingjusamt, vel heppnað
hjónaband.
Trúlofun er mjög alvarlegt mál. Fyrst og fremst verður hún að
vera falslaus. Ætlir þú þér ekki í raun og veru að giftast, þá er trú-
lofun þín ekki falslaus. Enginn ungur maður ætti að biðja sér stúlku,
nema það sé heiðarlegur ásetningur hans að kvænast henni. Engin
stúlka á að heitbindast manni, nema hún sé viss um, að hann sé eini
rétti maðurinn handa henni.
í öðru lagi, trúlofun á ekki að standa mjög stutt. í venjulegum
kringumstæðum þarf fólk nokkra mánuði til að kynnast betur. Það
ætti að verða opinskárra hvað við annað og kynnast hvort öðru bet-
ur. Dálítill tími, þegar þau skilja hvort annað til fulls, getur leitt í
ljós, að trúlofunin var glappaskot. Hins vegar getur 'biðin leitt þau
til meiri vissu um ást sína og gert hjónabandið hamingjumeira.
í þriðja lagi, trúlofun á ekki að vera skálkaskjól taumleysis og
ósæmilegrar framkomu. Trúlofað fólk er ekki gift. Haldi það sér
ekki í skefjum, getur farið svo, að það fái skömm hvort á öðru. Ég
minnist þess, að sundurkraminn, ungur maður sagði mér, að hann
hefði unnað ungri mey af öllu hjarta. Þau ætluðu að giftast, en trú-
lofunin varð löng, þau sýndu hvort öðru heit ástaratlot, og ástríðan
bugaði þau, svo að þau frömdu synd saurlifnaðarins. í stað ástar
kom þá viðbjóður. Hann langaði aldrei til að sjá stúlkuna framar.
Framtíðardraumar hans, sagði hann mér, ihöfðu farizt. Unga fólk,
ef þið viljið varðveita ást ykkar, haldið þá þær reglur, sem gilda í
heiðarlegu þjóðfélagi. Sérréttindi hjónabands heyra ekki trúlofun
til. Ég aðvara ykkur. Synd, sem framin er á tímabili trúlofunar, get-
ur orðið fylgiskuggi í hjónabandinu. í Guðs nafni og vegna fram-