Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 38
38
NORÐURLJÓSIÐ
Bragð sjónliverfingamanns
Hr. Johnson var hryggur. Hann hafði lengi verið leikari og sjón-
hverfingamaður. Nú var hann orðinn þjónn Krists og vann af kappi
að því: að leiða gamla félaga sína, leikara og leikkonur, til þeirrar
blessunar, sem honum hafði sjálfum hlotnazt frá Guði. Hann var
hnugginn vegna þess, að ein leikkona, sem hann hafði oft beðið fyr-
ir til Guðs, virtist reyna að forðast sem heitan eld allt það, sem kennt
er við trúna. Hún gaf honum ekki einu sinni tækifæri til að stinga
smáriti í hönd hennar. Hún virtist aldrei sjá hann, þegar þau hittust.
Hún gekk þá framhjá honum eða bar höfuðið hátt eða var með fyrir-
litningarsvip.
Allt í einu barði hann með hendinni á skrifborðið. „Nú veit ég,
hvað gera skal!“ sagði hann við sjálfan sig og stökk upp úr sæti
sínu. „Ég hefi þá ekki æft mig til einskis á fyrri árum sem sjónhverf-
ingamaður, ef ég get komizt í kringum vörn ungfrú Dollys. Ég er ó-
æfður nú orðið, en ég treysti mér samt til að koma einu litlu smáriti
í handtösku ihennar eða jafnvel í hönd henni.“
Eftir innilega bæn til Guðs um leiðbeiningu kaus hann lítið rit,
sem hét: „Kom þú til Jesú!“, og bað Guð að nota það sem verkfæri
sitt. Hann fór í leikhúsið og beið, þangað til ungfrú Dolly Farring-
don kom til þess að leika hlutverk sitt í sjónleiknum. Hann var al-
þekktur þar, og hann talaði vinsamlega við nokkra leikara, er söfn-
uðust saman í forstofunni. Loksins kom Dolly og horfði með fyrir-
litningu á trúboðann og þá, sem 'hann talaði við. Það hafði verið
rigning, og Dolly hélt á regnhlíf og handtösku í hægri hendinni. Or-
lítið bil var á milli þumalfingurs hennar og regnhlífarinnar. Með
sinni gömlu list tókst hinum fyrrverandi töfrabragða leikara að
bregða samanbrotnu smáritinu í bilið, án þess að ungfrúin tæki eft-
ir því.
„Hvað er þetta?“ muldraði Dolly við sjálfa sig, þegar hún lagði
regnhlífina og töskuna frá sér í búningsherberginu, og smáritið datt
á gólfið. „Það lítur út eins og búðarreikningur, en ég hefi ekki kom-
ið í búð í dag.“
Hún tók upp ritið, breiddi úr því og las titilinn: „Kom þú til
Jesú“.
„Ja hérna! Hvernig stendur á þessu? Hefði ég komið nær honum