Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 39
NORÐURLJÓSIÐ
39
Johnson gamla, hefði ég hugsaö, að hann hefði stungið því í tösk-
una; en það getur ekki verið.“ Og hún fleygði því aftur á gólfið.
Er hún nærri því hafði búið sig, kom hún aftur auga á smáritið,
þar sem það lá á gólfinu. „Nei, það má ekki liggja hérna!“ 'hugsaði
hún. „Ef hinar stúlkurnar sæju það, mundu þær sjálfsagt hugsa, að
ég væri orðin eins vitlaus og hann Johnson gamli!“ Hún tók það upp
í snatri og stakk því ofan í töskuna.
Daginn eftir borðaði Dolly morgunverðinn í rúminu, eins og hún
var vön. Er þernan hennar kom inn til að taka bakkann, bað hún
hana að rétta sér handtöskuna til að ná í vasaklút. Þá sá hún litla
smáritið aftur.
„Hvernig í ósköpunum lenti þetta í hendi minni í gærkvöld? Það
er leyndardómur, sem ég get ekki botnað í. Jæja, ég hefi ekkert að
gera fyrst um sinn — engin bréf, engin söngæfing — ég skal lesa
það, þótt auðvitað sé ekkert vit í því.“
Hún hallaði sér aftur á koddann og las smáritið hægt og gætilega.
Hún hafði alltaf litið þannig á sig, að hún væri miklu betri en flest-
ar aðrar stúlkur í leikfélaginu. En áður en lestrinum lauk, hafði
Dolly Farringdon lært, að hún var í raun og veru rnikill syndari.
Hún lærði einnig, að Jesús Kristur var kominn til að kalla syndara
lil afturhvarfs, og að hann væri einnig að kalla hana.
Mér er ekki kunnugt um, hvað fór fram í hjarta Dollyar næstu
dagana á eftir og ekki heldur, hvenær hún lauk upp hjarta sínu fyrir
kærleika frelsarans. En breytingin mikla átti sér stað. Drambsama
stúlkan varð auðmjúk lærimey Drottins Jesú Krists. Hún lét Johnson
vita þetta, þegar hún sá hann. Innan skamms hætti hún starfi sínu
sem leikkona. Hún hafði ásett sér að nota líf sitt til meira gagns. Nú
er hún forstöðukona kristilegrar velgerðastofnunar. Hún segir svo
mörgum, sem hún getur, þetta sama, sem varð til að leiða hana sj álfa
á nýja lífsbraut: „Kom þú til Jesú!“
Drottinn notar oft lítilfjörleg verkfæri til að leiöa menn til sín.
Verið getur, að þessi litla frásögn leiði lesandann til frelsarans.
„Kom þú til Jesú!“ (Úr „Smásögur handa ungmennum“.) E. M. K.
LESENDUR GÓÐIR. Þekkið þið ckki ungmcnni, er gætu haft gott af að lesa
greinina um trúlofun og tilhugalíf? Viljið þið ekki kaupa hefti handa þeim,
125 kr., og senda óskriftargjald ykkar um leið, helzt í póstóvísun, til að
spara mér fyrirhöfn að senda kvittun? — S. G. J.