Norðurljósið - 01.01.1971, Page 44
44
NORÐURLJÓSIÐ
Charles Darwin kom fram með þessa kenningu fyrir 110 árum, þeg-
ar hann birti bók sína um uppruna tegundanna. Hann lauk henni
þó með þessum orðum: „Skaparinn hefir blásið lífi í fáein lífsfræ,“
eða þannig minnir mig þau hljóðuðu í þýðingu dr. Þorvalds Thor-
oddsen, sem ég las sem stálpað barn. Hann neitaði ekki tilveru skap-
arans. Hann neitaði ekki, að bann hefði blásið lífi í fáein lífsfræ,
er síðan hefðu þróazt. Með þeim skilningi lesa margir, jafnvel enn,
sköpunarsögu biblíunnar. Þannig las ég faana líka á skólaárum mín-
um. En ég geri það ekki lengur. Ég hefi séð af faiblíunni, að fleiri en
ein sköpun hefir átt sér stað. Sköpunarsagan í 1. Mósebók 1. kafla
3.—30. greinar, er endursköpunarsaga. Þá endursköpun fram-
kvæmdi Guð á sex sólarhringum, sex dögum, eins og biblían orðar
það.
Nú finnst mér, sem einhver vilji minna mig á orð Gagarins,
rússneska geimfarans, er hann hafði fyrstur manna farið út í geim-
inn umhverfis jörðina: „Eg sá ekki Guð.“ Sagan er ekki öll sögð þar.
Amerískir geimfarar sögðust hafa séð Guð, er þeir fóru út í geim-
inn, séð hann í handaverkum hans. Þegar ég í Færeyjum sá hús
standa utan í brattri hlíð, fjarri öðrum húsum eða mannabústöðum,
var mér fullvel ljóst, að aldrei hafði það risið þarna af sjálfsdáðum.
Á sama faátt ætti öllum að vera Ijóst, er þeir líta tindrandi stjörnur
himindj úpsins eða jörðina okkar með öllu því, er á henni vex og
hrærist, að þetta hefir aldrei orðið til af sj álfsdáðum. Það er handa-
verk skaparans mikla, Guðs. Kristur sagði aldrei: „Sælir eru geim-
farar, því að þeir munu Guð sjá.“ Hann sagði: „Sælir eru hjarta-
hreinir, því að þeir munu Guð sjá.“
Nú mun einhver vilja segja: „Er ekki hjartað vöðvi, holur innan,
og fullur af blóði. Hvernig getur það séð Guð? Eru ekki öll hjörtu
jafnt hrein eða óhrein?“
Orðið hjarta hefir tvær merkingar eða fleiri í biblíunni rétt eins
og í tungu þeirri, sem við tölum, íslenzkunni. Það táknar líffærið
sjálft og líka hugarfar og tilfinningar mannsins. Einhver miðstöð
tilfinninga hlýtur að hafa samband við hjartað. Oft hafa skáldin
lýst því fj álgum orðum, hvernig ástin, heiftin, hatrið og gleðin verka
á hjartað. Einkennilegt fyrirbrigði átti sér stað um mann, sem skipt
var um hjarta í. Áður en það var gert, var hann trúlítill eða trúlaus
maður. Á eftir var hann gerbreyttur þann tíma, sem hann lifði. Þá
vitnaði hann um trú sína á Guð.