Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 45
NORÐURLJÓSIÐ
45
HjartaS er oft gegnumlýst og myndað nú á dögum. Oft kemur þá
í ljós eitthvað, sem ekki er eins og það á að vera. Línurit af hjartanu
leiðir í ljós, hve óreglulega það starfar. En nálega 19 öldum áður
en læknar tóku línurit eða myndir af hjartanu, hafði Jesús Kristur
grandskoðað það og lýst því. Tilefni þessarar lýsingar hans, sem
finna má í guðspjöllum Matteusar og Markúsar, var erfikenning
Gyðinga um handaþvott. Þvottur sá var ekki gerður vegna hrein-
lætis, heldur til að hreinsa þá eftir hugsanlega saurgun siðferðislega,
ef þeir snertu eitthvað það, sem erfikenningin bannaði.
Lýsing Krists á hj arta mannsins er á þessa leið: „Það, sem út fer
af munninum, kemur frá hjartanu, og það er þetta, sem saurgar
manninn. Því að innan að, frá hjarta mannanna koma hinar illu
hugsanir, frillulífi, þjófnaður, morð, hórdómur, ágirnd, illmennska,
svik, munaðarlífi, öfund, lastmæli, hroki, fávizka; allt þetta illa
kemur innan að og saurgar manninn.“
Finnur þú eitthvað af þessu hjá þér, ungi maður eða unga mær?
Hefir þú aldrei freistazt til óskírlífis hugsana, þegar þú hefir verið
að dansa? Hefir þú aldrei tekið í leyfisleysi það, sem aðrir eiga, og
gert það að þinni eign eða andvirði þess? Þekkir þú ekkert til
ágirndar? Fremur þú aldrei svik? Hefir þú aldrei beitt svikum á
prófum til að krækja þér í betri einkunn en ella? Gefur þú aldrei lof-
orð, sem þú svíkur? Ofundar þú engan eða enga? Talar þú aldrei
illa um aðra, lastar þú aldrei neinn? Er enginn hroki í þér? Tekur
þú aðfinnslum vel, éf sett er út á verk þitt eða skólavinnu? Breytir
þú aldrei fávíslega? Þetta er það, er saurgar manninn í heilögum
augum Guðs.
Hvað gerir þú, ef spegillinn sýnir þér, að andlit þitt er óhreint?
Þú þvær þér. Hvað gerir þú, ef líkami þinn er allur óhreinn? Þú
laugar hann, ef þér er nokkuð annt um hreinlæti. Vatnið skolar burt
óhreinindum líkamans. Hvað getur þvegið hjartað, hreinsað mann-
inn siðferðislega? Hvað getur gert þjófinn ráðvandan, lygarann
sannorðan, illmennið að góðmenni og svikarann að þeim manni,
sem aldrei rýfur loforð eða gengur orðum sínum á bak?
Það er laugin, sem í biblíunni nefnist „laug endurfæðingar og
endurnýjunar heilags Anda.“ Hún finnst ekki á fjöllum uppi eða í
dölum niðri. Hún er ekki í sænum eða stöðuvötnum, lækjum, ám eða
lindum. Hvar er hana að finna? Finnst hún í listum, bókmenntum,
stjórnmálum? Alls ekki.