Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 46
46
NORÐURLJ ÓSIÐ
Til að finna svar við þessari spurningu skulum við líta á fyrra
bréf Páls til Korintumanna, 6. kafla þess. Þar ritar hann á þessa
leið:
„Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki guðsríki erfa? Villizt
ekki! Hvorki munu saurlífismenn, né skurðgoðadýrkendur, né hór-
karlar, né mannbleyður, né mannhórar, né þjófar, né ásælnir, né
drykkjumenn, né lastmálir, né ræningjar guðsríki erfa. Og þetta
voruð þér, sumir yðar. En þér létuð þvost, þér eruð helgaðir, þér
eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú og fyrir Anda vors Guðs.“
Hér var lesin lýsing á mönnum, sem verið höfðu siðferðislega
óhreinir. En þeir höfðu fengið hreinsun, þeir höfðu látið þvost líkt
og lítið barn, sem móðirin tekur og þvær, þegar það hefir óhreink-
að sig.
Hvað var það, sem Páll hafði sagt við Korintumenn, sem komið
gat til vegar slíkri gerbreytingu? Hann segir frá því áður í bréfinu,
í 2. kafla, 2. grein: „Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar nema
Jesúm Krist og hann krossfestan."
Hvernig á að skilja þetta? Á þann hátt, að Jesús Kristur og dauði
hans á krossinum á Golgata var umræðuefni Páls. Hann lýsir þessu
nánar, hvernig hann boðaði Krist. Hann segir í 15. kafla bréfsins,
2.—8. grein á þessa Ieið: „Það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem
ég einnig hefi meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt
ritningunum, og hann var grafinn og að hann er upprisinn á þriðja
degi samkvæmt ritningunum, og að 'hann hirtist Kefasi (Pétri post-
ula), síðan þeim tólf; síðan birtist hann meira en fimm hundruð
bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru
sofnaðir (dánir), síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum
öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér.“
Við sjáum af þessu, að Páll talaði um Jesúm Krist, hann talaði um
hann sem dáinn, grafinn og upprisinn. Hann boðaði ekki dáinn fræð-
ara, heldur lifandi, upprisinn, máttugan frelsara. Páll talaði líka um
dauða hans, en ekki sem sorglegt atvik, sem fjandskapur Gyðinga
hafði komið til leiðar. Hann talaði heldur um dauða hans sem upp-
fylling spádóma og táknmynda heilagra ritninga ísraels, sem boðað
höfðu komu hans sem frelsara og lausnara mannanna, er leyst gæti
þá frá öllum syndum þeirra og hreinsað þá af öllu ranglæti þeirra.
Við skulum líta snöggvast á eina af þessum táknmyndum, sem
geymdar eru í gamla testamentinu, Það er myndin, sem kölluð er