Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 47
NORÐURLJÓSIÐ
47
páskalambið. ísraelsmenn voru í ánauð hjá konungi Egiptalands.
Guð ákvað að frelsa þá og svara þannig hrópi þeirra og kveini.
Faraó vildi ekki sleppa þeim. Þá lét Drottinn hverja pláguna eftir
aðra koma yfir Egiptaland. Síðast sagði Drottinn og lét Móse segja
Faraó það: „Um miðnætti vil ég ganga mitt í gegnum Egiptaland,
og þá skulu allir frumburðir í Egiptalandi deyja.“ Attu þá frum-
burðir ísraelsmanna líka að deyja? Guð bjargaði þeim á þann hátt,
að heimilisfeður skyldu taka lamb, hver um sig eða tveir eða fleiri
í félagi. Þetta lamb var síðan tekið og því slátrað um sólsetur fjórt-
ánda dag mánaðarins, en blóði þess var roðið utan á dyratréð ofan
við dyrnar og utan á dyrastafina báðum megin við þær. Og Drott-
inn sagði við ísrael: „Er ég sé blóðið, mun ég ganga framhjá yður.“
Við sjáum af þessari frásögu, að dauði varð að eiga sér stað.
Annað hvort varð frumburðurinn að deyja eða lambið í stað hans.
Guð hafði þegar í upphafi samskipta sinna við Faraó sagt við hann:
„ísraelslýður er minn frumgetinn sonur. Ég segi þér: Lát son minn
fara, að hann megi þjóna mér; en viljir þú hann eigi lausan láta,
skal ég deyða frumgetinn son þinn.“ Faraó hlýddi Guði ekki. Hann
neitaði að láta ísrael fara. Þá stóð Guð við orð sín og lét frumburð-
ina deyja, nema hjá ísrael, þar dó lambið í stað frumburðarins. Guð
hefir sagt í orði sínu: „Sá maður, sem syndgar, hann skal deyja.“
Þetta var það, sem Drottinn sagði við manninn þegar í upphafi, í
Edengarði: „Jafnskjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja.“
Maðurinn hlýddi ekki. Hann gerði það, sem Guð hafði bannað. Þá
rofnaði samband hans við Guð samstundis, þótt líkaminn dæi ekki
þegar í stað. í erlendum fregnum heyrum við oft um hreinsanir.
Maður, sem ekki hlýðir flokknum eða samtökunum, er oft og tíðum
rekinn. Jafnvel hér á landi eru nemendur stundum reknir úr skóla.
Fáir munu mæla á móti því, að slíkur réttur verður að vera til og að
stundum þurfi að beita honum. Þennan rétt hefir Guð, að láta synd-
ugan mann deyja.
Guð vill ekki dauða syndugs manns, iheldur að hann snúi sér frá
óhlýðni sinni og syndum og lifi um alla framtíð hjá honum. Þess
vegna kom sonur Guðs, Drottinn vor Jesús Kristur, og dó fyrir synd-
uga menn. Þess vegna var þetta það, sem Páll kenndi Korintumönn-
um fyrst og fremst: Kristur dó vegna vorra synda. Og í síðara bréfi
sínu 5. kafla og 15. grein, ritar hann svo: „Einn er dáinn fyrir alla,
þá eru þeir allir dánir; og hann er dáinn fyrir alla, til þess að þeir,