Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 48
48
NORÐURLJÓSIÐ
sem lifa, lifi ekki framar sjálfum sér, heldur honum, sem fyrir þá er
dáinn og upprisinn.“ Korintumenn sáu, fundu og viðurkenndu, að
þeir voru syndugir menn, sem verðskulduðu að deyja vegna synd-
anna, sem þeir höfðu drýgt. En þeir trúðu margir þessum boðskap
Páls: Kristur dó vegna vorra synda. En um leið og þeir trúðu hon-
um og festu traust sitt á Krist, bar Guð trú þeirra vitni. Hann fyrir-
gaf þeim syndir þeirra og gaf þeim heilagan Anda sinn, sem gerði
þá að nýjum mönnum, endurfæddi þá, og þeir urðu ný skepna, ný
sköpun í Kristi, eins og Páll orðar það. Þá hreinsaðist hjarta þeirra
fyrir laug endurfæðingar og endurnýjunar heilags Anda. Þeir byrj-
uðu nýtt líf, fóru að lifa Guði og Jesú Kristi, þótt þeir væru ekki
fullkomnir, þroskaðir kristnir menn þegar í stað eða á næstu árum.
En stefnan var mörkuð. Þeir voru komnir inn á þrönga veginn, sem
liggur til lífsins.
Hvað kemur mér, unglingi á 20. öld, þetta við? getur verið, að
einhver spyrji. Heyrðu, hvernig leit hjarta þitt út, þegar Kristur
lýsti inn í það? Kom þar ekkert óhreint í ljós? Hefir þú haldið þessi
tvö boðorð: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu
og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. Þetta er hið mikla og
fyrsta boðorð. En annað er líkt, þetta: Þú skalt elska náunga þinn
eins og sjálfan þig.“
Hefir þú haldið þessi boðorð? Er Guð sá, sem skipar æðsta sess-
inn hjá þér? Elskar þú náunga þinn eins og sjálfan eða sjálfa þig?
Ertu fús til að afneita sjálfum þér, vilja þínum, óskum þínum, kröf-
um þínum, fýsnum þínum og girndum vegna kærleika til annarra?
Gerir þú það? Ef ekki, þá hefir þú ibrotið tvö hin mestu boðorð
Guðs. Hvað hefir þú þá gert: Vertu hreinskilinn. Æskan vill enga
uppgerð, heyri ég sagt. Gerðu þig þá ekki betri í eigin augum en þú
ert. Guð segir í orði sínu : Aliir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.
Fyrst allir hafa syndgað samkvæmt orðum Guðs, hvað hefir þú þá
gert? Sýndu nú fulla hreinskilni og segðu hið sama og ung stúlka,
sem ég spurði þessarar spurningar: Hún sagði: „Ég hefi syndgað."
Það var rétta svarið og.Guði hið þóknanlega svar, því að hann hefir
frelsara handa þér eins og Korintumönnum og ungu stúlkunni.
Postulinn Páll ritaði Rómverjum á þessa leið: „Laun syndarinn-
ar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vor-
um.“ Hvað eru Iaun? Eitthvað sem við vinnum fyrir. Hver eru laun
syndarinnar? Þau eru dauði. Hvað er þá náðargjöf? Eitthvað, sem