Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 50
50
NORÐURLJÓSIÐ
Hann var sendur til íslands. Hann hét Arthur Gook, og næst Guði á
ég það honum að þakka, að ég lærði að þekkja Jesúm Krist sem
frelsara minn og Drottin, meðan ég enn var á unglings aldri. í blað
sitt, Norðurljósið, reit hann þá grein, sem kenndi mér að þekkja
Krist sem frelsarann, sem frelsar manninn frá syndum hans og valdi
þeirra. En í greininni lagði hann áherzlu á þetta, að við látum aðra
vita, að við 'höfum tekið á móti Kristi.
Nú vil ég gera þér tilboð. Ég gaf út lítið rit fyrir nokkrum árum,
sem gefið var oft fólki, sem tók á móti Kristi á samkomum dr. Billy
Grahams. Viðurkenndu nú Krist með því að skrifa mér og biðja um
þetta rit. Það gefur mjög góðar leiðbeiningar, enda er ekki annars
að vænta úr þeirri átt.
Nú má vera, að einhver spyrji: „Hvers vegna leggur þú svo mikla
áherzlu á þetta, að menn snúi sér til Krists, en nefnir ekkert aðkall-
andi vandamál samtíðar þinnar?"
Svar mitt er þetta: Ekki skorti aðkallandi þjóðfélagsleg vandamál
á dögum Krists. En hann sá, sem umbótafrömuði skortir oft skilning
á, að orsakar þeirra er að leita í synd mannsins. Burt með syndina
úr þjóðfélaginu, úr mannlífinu, og þá leysast vandamálin sjálfkrafa.
Tökum drykkjuskapinn og allt hið illa, sem leiðir af honum. Fang-
elsið í Reykjavík stóð að mestu tómt, meðan vínbannið naut sín. Ef
allir drykkjumenn og drykkjukonur sneru sér til Krists, þá væri það
vandamál leyst. Ef öll heimili landsins væru sannkristin, og Kristur
höfuð hvers heimilis, þá mundu allir hjónaskilnaðir hverfa, öll
ótryggð og ónot.
Þess vegna vil ég að lokum skora á unga fólkið og alla mína áheyr-
endur og lesendur: Ef þið hafið ekki þegar tekið á móti Kristi, ger-
ið það nú. Munið svo, að hann er Drottinn, sem ber að hlýða. Lesið
þess vegna orð hans og postula hans í nýja testamentinu daglega.
Talið við hann í huga eða hjarta ykkar, hvenær sem tómstund gefst.
Hefjið upp merki hans, sem er kærleikur. Munið að lesa 13. kaflann
í 1. Korintubréfi með bæn til Guðs um hlutdeild, sívaxandi hlutdeild
i kærleika Guðs, sem er í Kristi Jesú, kærleikanum, sem ekkert getur
skilið okkur frá. Látið það vera helzta viðfangsefni lífsins, að reyna
að leiða aðra til þekkingar á Kristi og boðið mönnum Krist og hann
krossfestan, eins og Páll gerði í Korintu. Það er boðskapurinn, er
syndug samtíð þarfnast. Leiðin upp í himinhæðir byrjar við kross-
inn á Golgata. Sérhver sannkristinn maður getur sagt eða á að geta