Norðurljósið - 01.01.1971, Page 54
54
NORÐURLJÓSIÐ
hverri spurningu þessa þrjá daga, sem yfirheyrslan stóð, svo að þeir
gátu ekki kært hann fyrir neitt. Eigi að síður var hann talinn hættu-
legur þegn, svo að honum var stungið inn í geðveikrahæli. Arið
1944 tókst honum að flýja þaðan. Síðan var hann í felum í þá þrjá
mánuði, sem liðu, unz frelsið kom.
Þegar u-ngur sonur hans, Jean Paul, var 17 ára gamaU, dvaldi hann
nœrri þrjú ár í fangabúðunum illrœmdu í Buchenwald.
Þegar Frakkland var fallið fyrir Þjóðverjum, var heimaland hans,
Elsass, lagt undir Þýzkaland. Herskarar Nazista komu þangað
skömmu síðar. Jean Paul neitaði: að heilsa með Hitlers-kveðjunni
og að ganga í Nazista félag. Hann var því rekinn úr skóla árið 1942
og skráður í vinnu-herinn þýzka. Þótt honum væri ógnað og harð-
ýðgi beitt, þá neitaði hann að vinna eið þann, sem allir áttu að vinna,
er skráðir voru í herinn. Eiður þessi var það heit: að vera Hitler trúr
allt til dauða, osfrv. Hann neitaði að vinna eiðinn og skýrði það
þannig, að líf hans tilheyrði Jesú Kristi.
Hann var settur í einbýlisklefa, klæddur í vinnugalla einan klæða,
svaf á ósléttum tréhekk og fékk aðeins fjórða hvern dag að borða
eitthvað volgt. Hina dagana þrjá var hann spurður, hvort hann væri
nú fús til að vinna eiðinn. Er hann neitaði, var hann dæmdur til
slíkrar meðferðar í 10 daga.
Á þessum 15 dögum kulda og hungurs, var frelsarinn góði honum
mjög nálægur. Foringjarnir undruðust, að hann leit svo óþreyttur
út og léttist ekkert á þessum tíma. Þeir kölluðu hann: „Drenginn,
sem hefir risið upp frá dauðum.“ Þegar þeir sáu, að hann neitaði
enn að vinna eiðinn, afhentu þeir Gestapo lögreglunni hann um
tveggja mánaða tíma. Honum var varpað í fangelsi, og hann var
alloft yfirheyrður. Yfirheyrslurnar fóru aldrei fram án hrottalegrar
meðferðar. Gestapo ógnaði honum með verstu kvölum, jafnvel að
hann yrði skotinn. Loksins var hann fluttur í fangabúðir og seinna
til Buchenwald, þar sem hann var meira en tvö ár, unz amerískir
hermenn frelsuðu liann. Gestapo hélt, að í Buchenwald mundi hann
brátt deyja aumlegum dauðdaga. En máttur Guðs var grimmdar-
seggjunum meiri. Hann var fullur af friði og gleði þrátt fyrir
grimmdina, sem honum var sýnd daglega. Eftir tvö og hálft ár sneri
hann heim eins heilbrigður og hann var, þegar hann fór.
(Þýtt úr „The Flame“ sept.—okt. 1970.)