Norðurljósið - 01.01.1971, Page 55
NORÐURLJÓSIÐ
55
»Verði |»imi viljji«
ÚTVARPSERINDI EFTIR RITSTJÓRANN.
Heilir hlýðendur góðir.
Sundurþykkir erum við, landar, og ósammála um flesta hluti. Eitt
er það, sem öllum virðist nauðsynlegt: Fræðsla barna og ungmenna.
Um fræðsluefni og aðferðir, þegar kennt er, greinir menn oftsinnis
á, meðal annars um þaö, hvort kenna skuli börnum kristindóminn,
eins og það er orðaÖ. Sumir vilja þar enga fræðslu, en flestir munu
þó kenna börnum sínum bænina „Faðir vor,“ þótt litla trú eða enga
eigi þeir sjálfir. Efalaust mun bænin sú kennd börnum öllum, sem
eiga að fermast. Hún er flutt við hverja messu lúterskrar kirkju á
landi hér.
í bæninni „Faðir vor“ eru 7 beiðnir. Sjálfsagt eru fleiri en ég,
sem þulið hafa sem börn drottinlega bæn, faöirvorið, án minnstu
hugsunar, án snefils af skilningi á því háleita og víðtæka efni, sem
hún geymir.
Þriðja beiðnin í bæninni „Faðir vor“ er þessi: „Verði þinn vilji
svo á jörðu sem á himni.“ Hún vekur spurningar, má nefna þessar:
Hvers vegna er vilji Guðs ekki gerður á jörðu? Ræður ekki vilji
Guðs öllu því, sem hendir okkur mennina, meðan við erum hér?
Hverjir gera vilja Guðs á himni? Munum við gera vilja Guðs á
himni, ef við gerum hann ekki hér? Hvaða gagn er að því fyrir jarð-
neska menn að gera vilja Guðs? Þannig mætti lengi spyrja. Sumir
munu einnig spyrja: „Er Guð til?“
Maður var nefndur Cooper. Hann var uppi á fyrrihluta 19. aldar.
Hann var brezkur, menntaður maður og algerlega vantrúaður á til-
veru Guðs og gildi kristindómsins. Hann las aldrei kristilega bók.
Læsi hann bækur um trúmál, voru það eingöngu rit eftir menn, sem
neitað höfðu sannleiksgildi heilagrar ritningar og trúnni á Guð.
Einu sinni bar svo til, er hann var að hátta, að hann mælti við
sjálfan sig: „Ef nokkur Guð er til, sem afskipti hefir af okkur mönn-
unum, vildi ég, að hann kunngerði mér vilja sinn. Þá skyldi ég með
ánægju gera hann.“ Þetta var heiðarlegt tilboð. Ef eða fyrst Guð er
til, þá ber okkur mönnum að gera vilja hans.
Nú bar svo til nokkrum dögum síðar, að hann fór í bókasafn og