Norðurljósið - 01.01.1971, Page 58
58
NORÐURLJÓSIÐ
Þegar þú hefir yfir bænina „Faðir vor,“ þá ert þú að biðja um,
að allir menn, þar með þú, geri iðrun, breyti hugarfarinu, hætti að
eiska glaum og glys, háreysti og gróðakapphlaup heimsins. „Guð vill
ekki, að neinir glatist, heldur að allir komizt til iðrunar.“ (2. Pét.
3. 9.) Margir glata ævi sinni hér í heimi. Æskan, sem sækist í fíkni-
lyfin, er á hættubraut. Sumt af okkar unga fólki mun fara svo langt,
að enginn mannlegur máttur fái snúið því aftur á réttan veg.
Fólki er stundum sagt, að fíknilyf eins og marijúhana og hass séu
meinlaus og geri ekki skaða. Annað reyndist manni nokkrum í
Bandaríkjunum. Ffann neytti nokkuð mikils af öðru hvoru lyfinu,
hann vissi ekki, hvað hann hafðist að. Er hann kom til meðvitundar,
stóðu hjá honum lögreglumenn. Hann spurði: „Hvað hefir komið
fyrir? Hefi ég nauðgað stúlku?“ Þeir svöruðu: „Nei, þú hefir skot-
ið móður þína.“ Af þessu ætti fólk að læra, að enginn er óhultur,
sem neytir slíkra fíknilyfja. En geri ungmennin iðrun, snúi þau
hjarta sínu til Guðs, fari þau að gera vilja hans, en ekki tízkunnar
og fíkninnar, finna þau mark-mið í lífinu, sem er það: að gera vilja
Guðs.
Biblían segir um Guð, að hann „vill, að allir menn verði hólpnir
og komizt til þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tím. 2. 4.) „Hvað er
sannleikur?“ spurði Pílatus forðum. „Eg vildi, að ég gæti fundið
sannleikann,“ andvarpaði íslenzkur maður, Reykvíkingur. „Eg er
vegurinn, sannleikurinn og lífið,“ mælti Drottinn vor Jesús Kristur.
Þessu vilja menn ekki trúa. Þeim fer eins og indverska manninum,
er sá fagran demant. „Hvar finnast slíkir steinar?“ spurði hann.
„Helzt við lindir við rætur hárra fjalla,“ var honum svarað. Þá lagði
hann af stað. Bærinn hans stóð við rætur hárra fjalla, og þar var
líka uppsprettulind. Honum kom ekki til hugar að leita við lindina
heima. Hann lagði af stað í vesturátt, alltaf lengra og lengra, uarz
hann kom sem vonsvikið gamalmenni að austurströnd Atlantshafs-
ins. Lengra komst hann ekki. Þar bar hann beinin. En við lindina
heima hjá honum fannst síðar demantur, einmitt eins og þeir, sem
hann leitaði mest, en fann aldrei. — Þannig gengur margur maður-
inn, jafnvel vestræn menning nútímans, í burtu frá uppsprettu sann-
leikans, Drottni Jesú Kristi. Hún leitar þrotlaust og gagnslaust að
öllu því, sem hvergi finnst nema hjá honum. Kristur er sannleikur-
inn, er svalar hjarta mannsins eins og kaldur og kristalstær teygur
vatns örþyrstum manni. „Ég kom til Jesú, örþyrst önd þar alla svöl-