Norðurljósið - 01.01.1971, Side 60
60
NORÐURLJÓSIÐ
honum. Hann hafði sótt margar kirkjur. Það var kominn vetur.
Hvergi hafði hann heyrt þann boðskap, er sál hans þarfnaðist. Hann
var samt enn á ferð. Þá gerði blindbyl. Hann varð að komast í húsa-
skjól. Rétt við veginn var lítil kapella, sem Meþódistar áttu. Þangað
skauzt hann inn undan veðrinu. Fátt manna var þar saman komið.
Líklega kom sá maður ekki, sem átti að prédika. En maður steig í
ræðustólinn og tók sem texta þessi orð í bók Jesaja 45. 22.; þau
hljóðuðu þannig í ensku biblíunni: „Lítið til mín og látið frelsast,
þér gervöll endimörk jarðarinnar.“ Maðurinn talaði stutt. En hann
benti á, að Guð krafðist einskis af manninum, engra verka eða ann-
ars en þess eins: að líta til hans. Er ræðunni stuttu var að Ijúka,
sneri hann sér beint að unga manninum og ávarpaði hann eitthvað
á þessa leið: „Ungi maður, þú lítur aumlega út, og þú munt alltaf
halda áfram að líta aumlega út, nema þú gerir það, sem texti minn
segir.“ Síðan hrópaði hann „Look!“ Líttu á! Samstundis var sem
skýla félli frá augum unglingsins. Hann sá samstundis, að hann
þurfti ekkert annað að gera en horfa, sjá, líta á, beina sjónum sín-
um til Jesú. Verk hans var fullkomnað. Allt, sem maðurinn þurfti
að gera, var aðeins þetta eina: Að beina sjónum sínum til Jesú.
Byrði unga mannsins hvarf, datt af honum. Hann hélt glaður heim.
Leit hans var lokið. Nú tók ævistarf hans við. Það var að beina
sjónum annarra manna að Jesú einum og engu öðru þeim til hjálp-
ræðis. Nafn þessa manns varð kunnugt alstaðar. Hann hét Spurgeon
og var nefndur konungur prédikaranna. Reynsla hans sem ungs
manns sýnir glöggt, hve létt það er að frelsast og byrja nýtt og nyt-
samt líf. „Sjá, Guðs lambið,“ sagði Jóhannes skírari, og nokkrir
ungir menn höfðu innan fárra daga hlýtt þessu ráði og urðu postul-
ar, sendiboðar Krists á jörðu.
„Þurftu þeir ekki sem postular Krists að yfirgefa allt til að fylgja
honum? Er það ekki ofmikið í sölur lagt, ef menn þurfa að yfirgefa
vini sína vegna trúar sinnar á Krist?“ Hvað gera menn, þegar skip
er að sökkva? Flýta þeir sér ekki að yfirgefa það, þegar það er eina
vonin um að geta haldið lífi? Vitaskuld eru menn vanir að gera það.
Eilífa lífið er of dýrmætt til þess, að þeirri náðargjöf Guðs sé hafn-
að vegna manna. En svo er líka sú hlið málsins, að fólk, sem hlýðir
Guði, gerir iðrun og festir traust sitt á Drottni Jesú Kristi, eignast
nýja vini, nýja bræður og systur. Kristur sagði: „Hver sá, er gerir
vilja Guðs, sá er bróðir minn, systir og móðir.“ (Mark. 3. 35.)