Norðurljósið - 01.01.1971, Page 61
NORÐURLJÓSIÐ
61
Slík er blessun þess að gera vilja GuSs.
Fyrir meira en 40 árum gaf Arthur Gook, trúboði á Akureyri, út
bók. Hún var þýdd úr ensku og var nefnd á íslenzku „Sæluríkt líf.“
Hún er uppseld nú og líklega ófáanleg, nema ef vera kynni hj á forn-
bókasölum. Boðskapur þessarar bókar var í stuttu máli sá, að við
eigum að fela okkur Guði, gefa okkur á vald hans, leggja okkur und-
ir hans voldugu hönd og hugsa um að þóknast honum eða með öðr-
um orðum: gera vilja hans. Höfundurinn hélt því fram, og það er
blessuð staðreynd, að uppgj öf mannsins fyrir Guði er honum bless-
unar- og sæluleið.
Bók þessi hafði mikil áhrif á mig og varð mér til blessunar. Ég
las þá líka um svipað leyti aðra bók, er kom inn á þetta sama efni:
Nauðsyn þess að gefa sig Guði á vald, leggja niður baráttuna, en
gefa sig undir vilja hans. Höfundurinn, James Mc Conkey, sagði frá
atviki, er úrslitum réði í baráttu hans og beindi ævi hans inn á braut
undirgefni og hlýðni við Guð. Saga hans var í megindráttum á þessa
leið:
Faðir hans hafði orðið óreiðumaður í fjármálum. Er hann lézt,
skildi hann eftir sig ekkju, nokkur börn og miklar skuldir. James,
sem var elztur barnanna, taldi tvennt vera heilaga skyldu sína: að
koma systkinum sínum til manns og að borga skuldir föður síns. Til
þess varð hann að leggja hart að sér. Hann var trúaöur maöur, en
hafði ekki gefið líf sitt Guöi.
Meðal annars, sem hann geröi til að afla fjár, var sala á ís. Þá var
ís mikiö notaður í sambandi við kælingu og geymslu matvæla. Einn
vetur var kominn mikill og góður ís á fljótiÖ eða ána, sem hann átti
heima hjá. En er hann ætlaði að fara að taka ísinn, kom hláka, vatns-
fallið ruddi sig, og ístakan varð engin. Þetta var mikið áfall.
Næsta ár var hann staddur á kristilegri samkomu. Þar var rætt um
svipað efni og það, sem erindi þetta flytur: nauðsyn þess að gefa sig
á vald Guðs, leggja vilja sinn undir vilja Guðs. Varð honum einkum
hugföst orð úr sálmi, sem bentu á, að leiðin til að vera sæll í trú
sinni á Jesúm væri sú: að treysta Guði og hlýða honum, vera vilja
hans algerlega undirgefinn. James hugfesti þetta og hlýddi, helgaði
líf sitt Guði, gaf sig alveg á vald Guðs og undir vilja hans.
Næsta vetur kom prófið. Enn sem fyrr kom góður ís á fljótið.
Hann fékk verkamenn til að höggva ís og flytja í geymslur. Þá fór
á sömu leið og árið áður. Hlákan kom með hlýviðri og úrhellis-