Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 63
NORÐURLJÓSIÐ
63
Sérhver ihúsbóndi ræður, hvers konar gestum hann býður að
dvelja á heimili sínu. Guð hefir sama rétt og ekki síðri en vér menn
í þessum efnum. Hann neitar um inngöngu í himin sinn mönnum
þeim, sem unna saurugleik, en ekki hreinleika, fyrirlíta boð hans
um helgi hjónabandsins og troða þannig fótum bæði boð hans og
helgustu tilfinningar kvenna gagnvart eiginmönnum. Slíka menn
kallar Pétur postuli „Fífldjarfa sjálfbyrginga.“ Þegar við höfum
yfir beiðnina: „Yerði þinn vilji svo á jörðu sem á himni“, þá erum
við að biðja um, að kristnir menn lifi hreinu lífi, séu trúir konuin
sínum og þá konurnar mönnum sínum. Guð vill hamingju og vel-
líðan okkar mannanna, sem hann ihefir skapað og sett á þessa jörð.
Ef við hlýðum fyrirmælum bans í hjúskaparmálum, þá er sneitt hjá
mörgu skerinu, sem grandað hefir hjúskaparfleytum, er látið hafa
úr höfn.
Eitt af því, sem ritningin áminnir um, er þakkargerð. „Gerið
þakkir í öllum hlutum, því að það hefir Guð kunngert yður sem
vilja sinn fyrir Krist Jesúm,“ ritaði Páll postuli mönnunum í
Þessaloníku. Guð úthellir yfir okkur margs konar góðum gjöfum
og blessunum sínum, veitir okkur ríkulega margt af því, sem við
óskum að fá. Það þykir lítil kurteisi hér á landi, að gestir þakki
ekki þeginn beina. En þetta er sú kurteisi, sem við bjóðum Guði,
þegar við gleymum að þakka honum. Það er vilji Guðs, að við
verðum þakklát. Gleymið því ekki, þegar þið heyrið næst eða farið
með orðin: „Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni.“
Við heyrum mikið prédikað um kærleika Guðs. Það er rétt pré-
dikun. því að Guð er kærleikur. En einmitt af því, að Guð er kær-
leikur, elskar hann okkur mennina eins og við erum. En syndin í
heiminum, syndir okkar, hefir gert okkur óhæf til að njóta kær-
leika hans. Hún skilur okkur frá Guði. En Guð er lika lífið, upp-
sprettan, sem líf okkar streymir frá. En við þörfnumst náðar hans
og fyrirgefningar, máttar hans til viðreisnar, lífs hans til nýs lífs.
Þess vegna sendi hann okkur son sinn, Drottin Jesúm Krist, sem
elskaði okkur og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur. Líkami
hans, gefinn í dauðann í okkar stað, er orðinn okkur vegur til Guðs.
Réttlæti Guðs er fullnægt, af því að Drottinn Jesús borgaði skuld
okkar með dauða sínum. Þess vegna sendir Guð okkur þann boð-
skap, sem við þegar höfum heyrt: að hver, sem sér soninn og trúir
á hann, hefir eilíft líf.