Norðurljósið - 01.01.1971, Page 64
64
NORÐURLJÓSIÐ
Við munum, að orðin að trúa, merkja að festa traust á, treysta,
hvíla á eins og hús hvílir á traustum grundvelli. Við munum líka,
að þetta: að sjá soninn, merkir að horfa stöðugt á hann, beina
sjónum okkar að honum, stara á hann. Sá, sem starir á eitthvað
eða einhvern horfir ekki á annað á meðan. Þannig eigum við að
festa traust okkar á Kristi, að stara á hann sem þann, er sé fulltrúi
okkar hjá Guði, frelsari okkar frá allri synd og ranglæti, kraftur
okkar til að breyta rétt og þóknanlega Guði.
Hlýðendur góðir, viljið þið gera þetta? Viljið þið gera vilja
Guðs í þessu efni fyrst af öllu? Viljið þið síðan lesa og íhuga
!Nýja testamentið til að finna, hvað er vilji Guðs? Viljið þið upp
frá þessu leggja stund á að gera vilja Guðs, lifa upp frá þessu sem
hinir fyrstu kristnu menn? Þú getur byrjað með því að biðja á þessa
leið: Ó, Guð, ég hefi ekki gert vilja þinn, ég hefi syndgað á móti þér.
Fyrirgefðu mér og ég tek á móti þér, Drottinn Jesús, að þú sért frels-
ári minn. Hjálpaðu mér til að gera vilja Guðs héðan í frá. — I Guðs
friði, hlustendur góðir.
Óvænt gróðaleið
Atvinnulaus, ungur maður vestan hafs var farinn að flakka og
betla. Hann kom til pastors nokkurs og bað um peninga. Pastorinn
sagði honum að vinna Guði það heit: að gefa honum tíunda hlutann
af öllu, sem ihann ynni fyrir, ef hann fengi vinnu. Annað fékk hann
ekki. Hann trúði ekki á Guð og fór fokreiður burt. Er hann var kom-
irxn út á götuna, ákvað hann samt að vinna þetta heit til að geta
sannað, að það væri gagnslaust og að Guð væri ekki til.
Áður en klukkustund var liðin, hafði hann fengið atvinnu. Þá
fannst honum, að hann yrði að standa við beit sitt. Hann gaf tíunda
hlutann af kaupi sínu til kristilegs starfs eða kristniboðs.
Mörgum árum seinna hitti hann pastorinn aftur. Þá gat hann sagt
honum, að hann væri orðinn sannkristinn maður og vel stæður
kaupsýslumaður og að hann gæfi Guði álltaf tíunda hlutann af öll-
um tekjum sínum.
Kristur sagði í Fjallræðunni: „Segið því ekki áhyggjufullir:
,Hvað eigum vér að eta?‘ eða: ,Hvað eigum vér að drekka?1 eða: