Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 65
NORÐURLJ ÓSIÐ
65
,Hverju eigum vér að klæðast?‘ Leitið fyrst ríkis hans og réttlœtis,
og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“
Orð Krists eru ætluð öllum þeim, sem vilja setja Guð og vilja hans
í efsta sæti hjá sér, meðan þeir lifa hér á jörðu. Engán, sem það ger-
ir, mun iðra þess. „Drottinn er Guð endurgjaldsins, hann borgar
áreiðanlega,“ segir orð hans, hvort sem það eru réttlætisverk eða
ranglætis athafnir. Hið fyrra hlýtur laun, hið síðara dóminn, sem er
í vændum. Trúið á Drottin Jesúm og vinnið verk réttlætis. Það er
blessunarleiðin í þessum heimi. S. G. J.
Bregtingnr í /Vídsyni
SAGA EFTIR SERENU PRITCHARD.
1. Óvœnt bréf.
Valda sat og starði óskyggnum augum á bréfið, sem lá í skauti
hennar. Óskyggnum, af því að hugur hennar var horfinn til skóla-
daga hennar fyrir sex árum. Hún hafði þá verið hamingjuSöm, en
of ung til þess, að hún gerði sér ljóst, hve dýrmæt er hamingjan.
í huga hennar var Nora efst, kæra, hUgsunarlausa Nora, sem
aldrei gat gert neitt rétt, en átti hjarta fullt af vingjarnleik og kær-
leika.
Þær höfðu verið miklar vinur á þeim árum, sem þær voru í heima-
vistarskólanum. Oft hafði Valda átt ánægjulega frídaga á heimili
vinstúlku sinnar. En aldrei hafði Nora spurt, hvers vegna Valda
byði henni aldrei heim til sín.
Svo mátti segja, að Nora væri stöðugt í einhverri klípu. Henni
virtist vera það ekki sjálfrátt. Hún týndi bókum og blýöntum, fötum
og jafnvel sjálfu reiðhjólinu einu sinni. Vitlaus vekjaraklukka ásamt
ofurþungum svefni komu henni oft í kröggur. Þó nokkrum sinnum
hafði hún skóllið kylliflöt, af því að hún hafði stigið á óbundnar
skóreimar sínar.
Valda brosti, er hún minntist laugardagsins, er þær hjóluðu út í
sveit. Þá sprakk slanga hjá Noru, svo að þær urðu að ganga heim
Rærri fimm km. Það varð talsverður gauragangur, þegar þær komu,
sem lauk með stuttri, harðri heimsókn í stofu skólastýrunnar.