Norðurljósið - 01.01.1971, Page 68
68
NORÐURLJ ÓSIÐ
Meðan faðir hennar lifði, hafði allt verið stirðara og formfastara
heldur en nú. Þrátt fyrir það þráði hún stundum vingjarnleikann í
fjölskyldu Noru. Hún mundi hann svo vel.
James var nú húsbóndinn. Hann var ekki alveg þrítugur, hár og
heinvaxinn, fastlyndur mjög. Er hann hafði ákveðið eitthvað, varð
því ekki breytt.
Faðir þeirra hafði ekki leyft þeim að gefa sig að flestum börn-
um í bænum. Á ungum aldri voru þau send í heimavistarskóla. Þau
voru nú í vináttu við þá, sem verið höfðu skólafélagar þeirra. Þeir
voru tvístraðir, sumir erlendis, og Völdu fannst ævin tómleg. Tví-
burunum, bróður og systur, stóð á sama. Þau voru enn í skóla. En
henni leiddist. Undir rólegu yfirbragði James og tigulegri fram-
komu, vissi Valda, að leiðindi leyndust.
Móðir þeirra, frú Larner, var veikbyggð kona, sem undi sér vel
í húsfreyju-hlutverki. Ánægðust var hún, er hún hafði gestaboð
inni. Ferðalögum unni hún og hafði tekið Völdu tvisvar með sér
til útlanda, voru þær þá heila vetra í burtu og fylgdu eftir sól og
sumri.
Vindgustur kom og varpaði blöðum bréfsins hennar Noru til
jarðar. Valda hafði gleymt því, en skrjáfið í pappírnum kippti
henni upp úr hugardraumum sínum.
Hvað átti að gera við Noru? Hún þekkti vinstúlku sína nógu
vel til þess, að hún gizkaði á, hvernig henni mundi geðjast
öll þessi viðhöfn. Líklega gæti hún dvalið þar um tíma, unz hún
fyndi annan stað, ef hún vildi fara. Valda ákvað að tala við James
þá um kvöldið. Hún hélt áfram að róla sér, og ofurlítið bros lék
um varir hennar.
2. Nora kemur til „Víðsýnis“.
Samtalið við James varð auðveldara en Valda hafði gert ráð
fyrir. Henni var ljóst, að það var vegna þess, að hún hafði bætt
við: „Þangað til hún getur fengið sér húsnæði annars staðar."
Sú hugsun, að barnakennari þar á staðnum ætti að fera að dvelja
í húsi þeirra, var James Larner óþægileg. En svipurinn á systur
hans og biðjandi augnaráð hennar fóru ekki framhjá honum.
,,Jæja“, sagði hann að lokum, „hún getur fengið að dvelja hér um
tíma sem gestur þinn.“