Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 69
NORÐURLJÓSIÐ
69
„Ó, nei, James, nei, ekki sem gestur. Nora kemur aldrei upp á þá
skilmála."
„Hvers vegna í ósköpunum ekki?“
„Af því að hún vill ekki lifa á bónbjörgum. Hún er vön að borga
fyrir sig.“
Hann gretti sig. „Þú hlýtur að skilja það, Valda, hvað þetta er
óþægilegt fyrir okkur.“ Hann sá vonbrigðasvip hennar og slakaði
til. „Jæja“, sagði hann aftur. „Hún getur verið hér, þangað til hún
fær sér annan stað.“
„Þakka þér fyrir, James“, sagði hún með venjulegum rómi. En
svo tyllti hún sér á tá og kyssti hann á kinnina. „Þakka þér innilega
fyrir,“ hvíslaði hún.
Hún flýtti sér brott, áköf að segja móður sinni frá Noru, og
svo að skrifa vinstúlku sinni. Hún var hikandi fyrst, en skrifaði
svo að lokum hratt, en ekki mjög fagurlega:
„Þér er velkomið að vera hjá okkur í nokkrar vikur, góða mín,
þótt ég verði að kannast við það, að James er ekki of hrifinn af
því, að nokkur kaupi fæði hjá okkur. Þú munt skilja þetta betur,
þegar þú kemur. Ég er svo hrifin af því, að þú ætlar að vera í þessu
héraði í heilt ár, og mér finnst ég varla geta beðið eftir því, að
febrúar komi. Komdu fáeinum dögum áður en skólinn hefst, svo að
við getum sagt hvor annarri allar fréttirnar.“
Nora kom í góðu veðri síðdegis laugardag nokkurn. Einn af leigu-
bílstjórum bæjarins skilaði henni af sér við tröppurnar. Valda, sem
hallaði sér út um glugga á efri hæð til að sjá, hvort þetta væri vin-
stúlka hennar, heyrði hræðsluhreiminn í rödd hennar, er hún
spurði: „Eruð þér viss um, að Larner-fólkið eigi heima hér?“
„Ég ætti að vita það,“ svaraði maðurinn óþýðum rómi. „Ég
hefi átt hér heima alla mína ævi. Þetta verða sjötíu og þrjú sent,
þökk fyrir.“
Valda þaut ofan og komst aS dyrunum á undan Maríu, þjónustu-
stúlkunni, sem fór til að svara feimnislegri hringingu.
„Nora!“ „Valda! ó, Valda, þú gamla, kæra mín.“
'Þær föðmuðust. Tíminn hafði ekki gert þær ókunnuglegar. Er þær
höfðu náð andanum fyrir hlátri og fellt nokkur feginstár, dró Valda
vinstúlku sína inn með sér.
„Er þetta í raun og veru heimili þitt?“ Rödd Noru varð nærri því
að hvísli. „Já.“