Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 70
70
NORÐURLJÓSIÐ
„Það er allt heldur en ekki skrautlegt, er ekki svo? Hvers vegna
sagðir þú mér aldrei frá þessu? Og þú hefir verið svo oft í fátæk-
legu íbúðinni okkar.“ Hún beið ekki eftir svari við spurningum sín-
um. „Nú get ég skilið, hvers vegna James var ekki hrifinn af hug-
myndinni, að barnakennari keypti hér fæði og leigði hér. Er þetta
ekki allt líkt ofboðslegu ósvífninni í mér að skrifa og spyrja....“
„Rugl! Þú verður að skilja, að ég hefi þráð, að þú kæmir. A skóla-
dögum okkar gat ég ekki komið mér að því að segja þér frá öllu
þessu.“ — Hún sveiflaði handleggnum í hring, er átti að umlykja
bæði húsið og vellina umhverfis það, — „ef það gæti haft einhver
áhrif á vináttu okkar. Nú skulum við koma og líta á herbergið þitt.“
Nora varð hrifin af herberginu, í rauninni af öllu, sem umhverfis
hana var. Þær hlógu, mösuðu og tóku upp farangur hennar saman,
unz djúpt bjölluhljóð heyrðist óma um húsið.
,yHvað í ósköpunum er þetta?“ sagði Nora. Rödd hennar varð aft-
ur að hvísli.
„Síðdegisteið er tilbúið. María mun hafa lagt á borð í beztu setu-
stofunni þér til heiðurs.“
„María?“ „Hún er þernan okkar.“
„Þerna! Hjálp! í hverju hefi ég lent? Ó, Valda, þú þekkir mig.
£g er viss með að missa teið ofan á fæturna á henni eða eitthvað
og verða ykkur öllum til skammar frammi fyrir þernunni.“
„Flón.“ Þær kræktu saman örmum og leiddust niður í stofuna.
„Mamma drekkur teið sitt í herberginu sínu. James verður með
okkur í dag, því að hann er að sinna bókum sínum. Tvíburarnir eru
í útreiðum og koma ekki heim fyrr en um kvöldverð.“
„Þau eru ekki farin í skólann enn?“
„Þau eiga eftir eina viku heima og vilja njóta hennar sem bezt.
Hérna kemur nú James.“
„Hvað á ég að gera? Hneigja mig?“ hvíslaði Nora og deplaði
augunum á sinn gamla hátt. Valda kættist í skapi.
„Auðvitað ekki,“ anzaði hún. „Aðeins hnébeygju!“
Þær voru ennþá brosandi, er James kom inn í stofuna. Hún kynnti
þau og gætti að því, að bróðir hennar tók í framrétta hönd Noru á
sinn vanalega, kalda, formlega hátt. Yfir tedrykkjunni gengu sam-
ræður stirt, því að málgefni Noru virtist í þetta sinn hafa yfirgefið
hana. Er James hafði beðið þær að hafa sig afsakaðan og farið,
sneri Valda sér að vinstúlku sinni.