Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 80
80
NORÐURLJ ÓSIÐ
„Það veit ég. En við færum allt í lag, svo að hún kemst aldrei að
þessu.“
Þau sátu kringum eldhúsborðið, drukku heitt kaffi og ræddu sam-
an. Valda var dálítið undrandi á því, að James hafði orðið kyrr, því
að venjulega var ekki eins létt yfir honum og nú. Hann talaði um
skóla við Noru, en andlit hans var alveg svipbrigðalaust, er hann
hlustaði á hana. Valda leit til Noru, og allt í einu varð hún ákaf-
lega þakklát fyrir, að Nora var hjá þeim. Hún fann einmartaleik sinn
vera að síast í hurtu og í för með honum eitthvað af beiskju hennar
og önuglyndi.
Hún vissi, að hún hafði verið önug og stygglynd og hafði áður
reynt að losa sig úr greipum þessara tilfinninga. En hún beið ósigur
og gafst upp að lokum. Hún hugsaði um samkvæmin, sem hún hafði
haldið, til að reyna að sigra tómleika lífsins. Tryllingslegir dagar
og vökur fram á nótt, svo að hún var of þreytt til að hugsa eða finna
til. Utreiðar og veiðiferðir, drykkja og dans. En þegar þetta var lið-
ið hjá og gestir vikunnar farnir, varð einmanaleikinn eftir. Það var
hræðileg, svíðandi einmanakennd, sem hún hafði ekki vitað, hvernig
hún átti að fást við.
Hún varð þess vör, að James var staðinn upp. Hún'áttaði sig í
skyndi. Hún kallaði til hans „góða nótt“. Síðan fóru þær að ganga
frá öllu.
„Ég er glöð yfir því, að þú ert komin hingað, Nora,“ sagði hún
sem ósjálfrátt. „Það er ég Iíka,“ svaraði Nora.
Næsti dagur fannst Völdu langur, meðan hún beið þess, að vin-
stúlka hennar kæmi heim. Hana fýsti mjög að heyra, hvernig hefði
gengið fyrsta daginn í skólanum. Þegar loksins Nora kom á hjólinu
sínu, hljóp hún á móti henni og veifaði í kveðju skyni.
„Ó, Valda, hvílíkur dagur!“ <
„Segðu mér það fljótt, ég er að deyja úr forvitni.“
„Eftir því sem fyrstu dagar eru, þá var hann góður. En ég held ég
sé farin að stirðna eftir tveggja mánaða hvíld. Ég er svo þreytt.“
Þær fleygðu sér á rúmið og supu kalda sítrónudrykki, meðan
Nora skýrði frá atburðum dagsins.
„Það eru þarna þríburar, þríburar alveg éiiís,“ sagði hún og
stundi eihs og leikari. „Hvers vegna settu þéir það ekki í blaðið?