Norðurljósið - 01.01.1971, Page 84
84
NORÐURLJ ÓSI9
Valda flýtti sér upp á loft og fann Noru í önnum yfir bókum síh-
um. • TTt I
! i
„James mundi vilja tala við þig í vinnustofu sinni,“ sagði hún.
„Þetta er tortryggilega líkt boðunum, sem við fengum fyrir átta
árum.“ Valda hló skyndilega. „Það hljómar eitthvað í þá átt, en
ég ætlast ekki til þess. Ertu í önnum?“
„Ekki ofmiklum.“ Nora stökk upp og hljóp léttfætt ofan þykka
dúkinn í stiganum.
James stóð enn við opinn gluggann, er hann heyrði hana drepa
á dyr. Hann sneri sér við með hendur í vösum og horfði á hana
koma inn í herbergið. Hún var hress og hrein, ómáluð í andliti eins
og alltaf, sumarkjóllinn hennar léttur og bjartur. Snögg sársaukatil-
finning gerði honum ljóst, að hann mundi sakna hennar, ef hún
'færi. Hún gekk til hans út að glugganum og horfði yfir vellina,
laugaða í tunglsljósi.
„Þetta er fagurt, þér þykir mjög vænt um þetta, er ekki svo?“
sagði hún.
„Þetta er heimili mitt,“ svaraði hann stuttaralega, dró íypir
gluggatj öldin og settist við skrifborðið. „Valda segir, að þú ætlir
að fara bráðum frá okkur.“
„Já“.
„Langar þig til þess?“
Andartak var sem hún vissi ekki, hvað hún ætti að segja.
„Það skiptir í raun og veru ekki máli; þið tókuð mig vinsamleg-
ast hér, þegar ég átti ekkert víst. Fyrir það er ég mjög þakklát. En
mér finnst, að ég ætti ekki að níðast á góðsemi ykkar lengur.“
„Þú ert ekki að níðast á okkur, og þú hefir gert Völdu fjarska
mikið gott. Það eitt gerir okkur þér skuldug.“
„Ekki ég, heldur Kristur,“ svaraði hún hljóðlega.
„Það segir hún okkur. En þú þurftir þó að vera hér til að vísa
henni veginn. Það er svo gott að sjá hana eins og hún er nú, að
ég vil, að þú verðir kyrr.“
„Ég .... ég get ekki ákveðið það undir eins,“ stamaði hún út
úr sér.
„Viltu heldur fara burt?“
„Nei, en inér finnst ég einhvern veginn utan við á svona glæstu
heimili.“
„Fjarstæða, ég er að biðja þig að vera kyrr vegna Völdu.“