Norðurljósið - 01.01.1971, Page 85
NORÐURLJ ÓSIÐ
85
Nora var þögul, meðan hún hleypti í sig kjarki til að segja það,
sem hana langaði til.
„Þú gætir gert henni meira gott heldur en ég,“ sagði hún að lok-
um.
„Hvernig reiknar þú það dæmi?“ Það var gamanhreimur í rödd
hans.
Hún skipti sér ekki af því. „Með því að láta hana fara að vinna.“
„Fá sér einhverja fasta atvinnu, áttu við?“
„Já“.
„Hvað gæti hún gert?“
„Því mundi hún ráða sjálf.“
„Hún hefir ekki lært neitt sérstakt og auk þess.... “ Hann þagn-
aði.
„Er hún Larner,“ botnaði hún fyrir hann. Honum til sóma varð
hann skömmustulegur á svipinn.
„Hvort er þér meira virði, álit nafns fjölskyldu þinnar eða heilsa
systur þinnar?“ spurði Nora með alvöru.
„Hvað áttu við?“
„Þú hlýtur áreiðanlega að hafa gefið því gaum, hvað gerzt hefir
með hana á undanförnum árum. Aðgerðarleysi skapar óánægju.
Þú hefir búgarðinn, sem þú þarft að líta eftir, og viðskipti þín, sem
þú verður að annast. Dagarnir hjá henni eru ekkert nema langar
eyður, tómleiki, sem verður að bera. Láttu hana gera eitthvað, jafn-
vel þótt það sé ekki nema hluta dagsins. Eitthvað, sem beinir athygli
hennar frá henni sjálfri.“
Honumi fannst alvarlegt augnaráð hennar einkennilega truflandi
og bros hennar sömuleiðis, er hann gafst upp og lofaði að íhuga
málið .
„Þakka þér fyrir,“ sagði hún blátt áfram.
„Þú sjálf, hvað ætlar þú að gera?“
„Ég ætla að biðja viðvíkjandi því.“
Er hún var farinn, sat hann og hugleiddi það, sem Nora hafði
sagt um systur hans. Hann vissi, að það var satt. En gat hann hvikað
frá því, sem faðir hans hafði ætlað honum? Gat hann haldið áfram
með það, sem hann trúði ekki á? Umbreyting hlaut að koma, hvers
vegna ekki nú? Hann sat og hugleiddi vandamálið meir en hann
hafði nokkru sinni gert. Hann var ákveðinn, að það skyldi leyst í
éitt skipti fyrir öll.