Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 86
86
N ORÐURLJ ÓSIÐ
Það var naumast vika liðin frá þessu samtali, er Nora komst í
vandræði. Hún sat heima í „Víðsýni“ við skrifborð sitt. Fyrir
framan hana lá hrúga af stílabókum barna, sem hún var að leiðrétta.
Þá las hún þetta:
„Bobby og ég fórum í London’s hellinn í gærkvöldi. Við fórum
inn í hann til að leita að glóðarormum. Þegar við vorum komnir
hálfa leið inn, fundum við mann á gólfinu, og fótleggur hans sýnd-
ist vera skrýtinn. Hann sagðist vera þyrstur og reyndi að grípa
utan um legginn á Bobby. Við hlupum burt. Mamma hafði teið til-
'búið, þegar við komum heim.“
Hún las þetta tvisvar áður en hún skildi það til fulls. Hún stökk
á fætur, en nam staðar til að lesa það í þriðja sinn, áður en hún
þaut niður stigann.
„Valda, Valda!“ kallaði hún, en ekkert svar. Hún hljóp út og í
átt að hesthúsunum. „Valda, ertu þarna?“ kallaði hún.
James kom út í dyrnar á skúr. „Hún er ekki hérna,“ svaraði hann.
Nora hljóp til hans með ritgerðina. „Lestu þetta,“ sagði hún laf-
móð.
Hann las það þegjandi og brosti. „Þetta er lang-líklegast tilbún-
ingur. Það er tuttugu mínútna gangur að London’s-helli frá næsta
vegi. Það er ekki líklegt, að þar sé nokkur, eða að drengirnir hafi
farið þangað í gærkvöldi.“
„Hvernig getur þú verið viss um það?“ spurði hún áhyggjufull.
„A þessum löngu sumarkvöldum er nægur tími fyrir þá að hafa
farið þangað. Hvernig væri og, ef einhver lægi þar meiddur?“
Hann kastaði niður hamrinum. „Ég held það sé bezt fyrir okkur
að vera viss. Ég ætla að ná mér í flösku í eldhúsinu og fara og sjá.“
„Ég kem líka. Sé maðurinn meiddur, þarf hann hjálp.“
Þau óku nærri sex og hálfan km. áður en þau gátu yfirgefið bif-
reiðina og gengið til hellisins. Þau flýttu sér, því að kvöldsett var
orðið. Er þau komu að hellinum, beygðu þau sig niður og kölluðu.
Ekkert svar, nema bergmálið. Þau kveiktu á vasaljósum, fóru inn
og lýstu veggjanna á milli. Hellirinn var tómur. Engin merki sáust
þess, að nokkur hefði komið þar nýlega.
„Þetta þykir mér leiðinlegt," sagði Nora.
„Þú ættir að vera glöð.“
„Ég býst við, að ég sé það. Skárra er það ímyndunaraflið, sem er
í drengnum.“