Norðurljósið - 01.01.1971, Side 90

Norðurljósið - 01.01.1971, Side 90
90 NORÐURLJÓSIÐ í fyrsta skipti ljós sannindin í orðum Noru: „Iðjuleysi skapar óá- nægju“. Lífsleiða. Jafnvel frú Larner, sem hafði verið svo andvíg því, að dóttir hennar færi að vinna, kannaðist við, að það virtist ekki hafa nein andstæð áhrif á stöðu þeirra í félagslífinu. Þannig liðu dagarnir. Lífsánægja var að seitla inn í þetta heimili, sem áður hafði haft svo lítið af henni. Hálfum mánuði áður en skólatímabilinu lyki, brá James sér í fárra daga ferðalag í kaupsýsluerindum. Hann kom heim síðdegis á miðvikudegi. Hann hafði vonað, að nokkurra daga fjarvera losaði huga hans við sífellda umhugsun um Noru. En fjarveran jók tilfinn- ingar hans gagnvart henni. Nú langaði hann til að sjá hana aftur og þráði vingjarnlega brosið hennar. Hann kom við í skólanum, en hún var farin, svo að hann ók hratt í átt til „Víðsýnis“. Miðja vega heim hrökk hann við að sjá litla, rennvota manneskju krjúpa niður við veginn. Hann hrökk enn meir við, er hann sá, að þetta var Nora. Hann hemlaði snöggt og stökk út. „Hvað í ósköpunum ertu að gera?“ mælti hann hvasst. Hún leit upp með sektarsvip, undrandi að sjá hann. „Það er þessi köttur,“ útskýrði hún. „Hann var strandaður á kletti þarna úti í ánni. Ég held einhver hljóti að hafa sett hann þar, því að þessi spotti og steinn var var bundinn við hann. Ég get ekki leyst hann.“ „Hérna, fáðu mér hann.“ Hann greip vasahníf sinn og skar spott- ann í sundur. Kisa rennvot þaut í burtu. Hann horfði á Noru. „Ég rasaði“, sagði hún, „árbotninn var svo grýttur, og hendurnar á mér voru fullar af ketti og steini.“ „Jæja, það er bezt fyrir þig að koma hér inn í bifreiðina. Þetta er nokkuð síðla árs til að synda í ám,“ mælti hann og brosti loksins. „Ég get allt ekki farið að gera bifreiðina þína blauta, það er ekki langt að hjóla þetta.“ Hann hjálpaði henni inn og sinnti engu mótmælum hennar. Hann festi hjólið aftan á vagninn, smeygði sér í ökumannssætið, seildist aftur fyrir sig og náði í ullarábreiðu, sem hann vafði utan um hana. Hún brosti þakklát til hans. Þá allt í einu lagði hann báða arm autan um hana, dró hana fast að sér og kyssti hana mjög mjúklega. „Ó“, sagði hún, dró sig frá honum og eldroðnaði. Hann varð undrandi að heyra rödd sína segja: „Ég elska þig, Nora,“ sagði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.