Norðurljósið - 01.01.1971, Qupperneq 91
NORÐURLJ ÓSIÐ
91
hann. Hvað hafði komið fyrir þetta dramb, sem áleit, að kennslu-
kona væri ekki viðeigandi maki manns í hans stöðu?
Hún var utan við sig og fann engin orð, svo að hann beið nokkur
andartök, unz hún náði nokkru valdi yfir sér.
„Kemur þér þetta svona á óvart?“ spurði hann að lokum. Hún
kinkaði kolli og gat ekki enn fundið orðin til að segja honum.
„Þá er það of snemmt að spyrja þig um tilfinningar þínar?“
„Tilfinningar mínar skipta ekki máli,“ svaraði hún og leit undan
um leið.
„Hvað áttu við með því?“ Hann gat ekki skilið svarið.
„Ég á við, að ekkert getur verið á milli okkar, meðan allt er eins
og það er. Þú ert ekki sannkristinn,“ sagði hún milt og leit nú á
hann um leið.
„Ekki eins og þið Valda,“ samsinnti hann. „En gerir það svo
mikið til? Ég mundi aldrei hindra starf þitt í kapellunni, og ég
sæki kirkju á hverjum sunnudegi.“
„Það er nú meira í kristindóminum en þetta, James, og þetta
skiptir í raun og veru miklu máli. Þetta er mikilvægasta málefni
ævinnar. Það gæti ekki orðið alger eining hjá okkur, af því að við
mundum ekki geta beðið saman eða starfað fyrir Guð saman.“
„Er þetta eina ástæða þess, að þú vilt mig ekki?“ spurði hann
stuttaralega? Hún sneri sér undan og mælti ekki orð.
„Nora!“ Hann seildist eftir hendi hennar. Hún dró hana að sér
og mælti bænarrómi:
„Gerðu þetta ekki erfiðara. Orð Guðs segir, að ég geti ekki veitt
slíka vináttu.“ 'Hann stundi og sneri sér undan. „Hvernig getur Guð
kærleikans komið upp á milli okkar?“
„Hann kemur ekki upp á milli okkar, James. Það er hann, sem
bíður eftir, að þú takir á móti honum og hann á móti þér.“
Hann hristi höfuðið og játaði, að hann skildi þetta ekki. „En ef
ég vil reyna það, viltu þá halda áfram að vera í félagsskap með
mér?“ Hann aðgætti andlitssvip hennar, vongóður.
„Ég get ekki samþykkt það.“
„Nora!“ Rödd hans var einkennilega hás. Hann sat lengi stein-
þegjandi, setti svo bifreiðina í gang og ók heim, en trúði því varla,
sem hafði gerzt. Þótt hann dáðist að henni fyrir afstöðu hennar,
gat hann samt ekki skilið hana. Hann sá hana flýta sér inn, ók síðan
bifreiðinni að skúrnum og kallaði á Ted að þrifa hana og þurrka.