Norðurljósið - 01.01.1971, Síða 93
NORÐURLJ ÓSIÐ
93
þerraði tárin af augum sér og reis á fætur. „Hjálpaðu mér með
þetta. Aætlunarvagninn fer eftir tuttugu mínútur.“
James beið eftir þeim niðri. „Eg skal flytja Noru til vagnsins,'4
sagði hann..
„Ó, en . .. .“ Valda lauk ekki við setninguna, því að hann greip
fram í. „Mamma vill finna þig uppi hjá sér.“
Valda hikaði aftur. Síðan faðmaði hún vinstúlku sína. „Eg sé
þig eftir tvær vikur,“ hvíslaði hún, „og ég mun biðja fyrir þér.“
Þau óku þegjandi stuttan spöl. Nora sat teinrétt og festi augun á
veginum.
„Þú þarft ekki að fara,“ mælti hann allt í einu.
„Fólkið mitt hefir ekki séð mig síðan á jólum.“
„Ég á við næsta námstímabil. Ég skal ekki ónáða þig. En gerðu
svo vel að vera kyrr.“
„Það er betra, að ég fari.“ „Þú ert stíflynd,“ andvarpaði hann.
Á viðkomustað langferðavagnsins gaf hún honum nýja testament-
ið, sem hún var með handa honum. „Gerðu svo vel að taka við
þessu og gerðu svo vel að lesa það,“ sagði hún. „Lofaðu mér þessu!“
„Nora, Nora,“ sagði hann í örvæntingu. „Jæja, ef það er þér
þóknanlegt.“
„Það mundi vera það mjög mikið.“ Hann hafði gripið um hönd
hennar, en hún dró hana hægt að sér. „Ég mun biðja fytrir þéí á'
hverjum degi,“ sagði hún með lágri röddu.
Hann stóð og horfði á hana stíga upp í langferðavagninn. Hann
gat ekki knúið fram bros, er vagninn lagði af stað í ferðina löngu
til Auckland. Hann ók heim og fór að vinna við girðingar, glaður
yfir því að geta unnið erfiða, líkamlega vinnu.
Dagarnir urðu tómlegir honum, fyrst Nora var ekki lengur í
„Víðsýni“.
Löng, auðnarleg kvöld, þegar slagharpan þagði, og engir léttir
hlátrar bárust ofan af loftinu. Hann vann langtímum saman úti við
að deginum og sökkti sér niður í viðskiptabækur sínar að kvöldinu.
Vika var liðin frá hrottför Noru, þegar hann mundi eftir nýja
testamentinu og loforði sínu. Hann tók það úr vasanum og fletti blöð-
um þess, unz hann staðnæmdist fremst, þar sem áritað var: „Trú þú
á Drottin Jesúnr, og þú munt verða hólpinn.“ Þetta sýndist auðvelt,
en hann vissi, að hann gæti það ekki. Það var eins og að eiga að
trúa ævintýrum, eða svo fannst honum.