Norðurljósið - 01.01.1971, Page 94
94
NORÐURLJ ÓSIÐ
Á hverju kvöldi eftir þetta las hann margar blaðsíður, athugaði
greinarnar með nákvæmni huga síns. Enda þótt hann gæti skilið mik-
ið af þvi, sem ritað var, gat hann ekki trúað því.
Er námstímabilið nýja hafði staðið í viku, flýtti Nora sér í bóka-
safnið. Ásjóna hennar ljómaði. Þetta var í fyrsta skiptið, sem þær
vinstúlkurnar höfðu sézt í þrjár vikur. Klukkan var fjögur, og ekk-
ert fólk þar, svo að þær gátu talað saman í næði.
„Móðir mín er orðin sannkristin.“ Nora gat ekki lengur geymt
þessar fréttir. „Er það ekki dásamlegt?“
Valda varð hrifin og sagði þakklát. „Fyrsta bænasvarið fyrir
fjölskyldum okkar. Það fara fleiri á eftir áreiðanlega.“
„Við verðum að vera trúfastar í bæninni.“
„Það veit ég. Vikuna, sem leið, las ég þetta: „Fyrir bæn gerist
meira en heiminn dreymir um.“
Þær ákváðu að hittast um kvöldið og ræða atburði liðinna vikna.
Valda leit ekki á bróður sinn, er hún minntist á það við hann, að
hún ætlaði út að hitta Noru. Undanfarið hafði hann verið mjög
hljóður og skapstyggur, þaut upp af smámunum. Hún kenndi í
brjósti um hann, því að hún vissi eitthvað um þá kvöl, sem brann
hið innra með honum.
Noru leið vel í nýja umhverfinu og heimilinu, og henni féll vel
við frú Cole. Það varð að venju, að hún heimsótti „Víðsýni“, á
fimmtudagskvöldum. Þá sat James fund með kaupsýslumönnum.
Henni var mikil ánægja að því, hve trú Völdu óx. Og margar voru
þakkarbænirnar, sem svifu upp frá henni.
Hún sá ekki James aftur fyrr en við lok annars námstímabilsins.
Það var svalt ágústkvöld. Hún leit upp frá orgelinu í kapellunni, hún
var vön að leika á það, og sá Völdu og James koma inn. Henni varð
svo bylt við, að hún missti nótu úr laginu, svo að þó nokkrir litu við.
Hugsanir hennar æddu áfram, þótt hún beindi athyglinni að nótun-
um. Allt í einu fór hún að blygðast sín. Mánuðum saman hafði hún
beðið fyrir James, en þegar hann svo kom á samkomu, þar sem boð-
að var fagnaðarerindið, varð henni bylt við. í hljóði bað hún Guð
að fyrirgefa sér trúarskortinn.
Einu sinni, er hún gaut augunum til hans, sá hún, að hann horfði
á hana. Hún flýtti sér að horfa í aðra átt.
Þar sem hún gat ekki beint athyglinni að guðsþjónustunni, var