Norðurljósið - 01.01.1971, Page 98
98
NORÐURLJÓSIÐ
8. Tvenji brúðlcaup.
James reyndi ekki að hitta Noru næsta hálfa mánuðinn á eftir.
Þótt hún væri óþolinmóð eftir því að sjá hann, fann hún, að þetta
væri hetra, unz hann vissi, hvaða þýðingu afturhvarf hans hefði fyr-
ir hann.
Nú var komið annríki fyrir árslokin hjá henni. Hún vann mikið
áður en skólanum yrði slitið yfir sumarið.
Sídegis einn föstudag var hún í önnum, þegar Valda kom skopp-
andi inn. „Áttu annríkt í kvöld?“ Það sindraði af henni.
„Ekki venju fremur. Hvers vegna?“
„Það á að vera „athöfn“ í „Víðsýni“, og við viljum; að þú
komir.“
„Hvers konar athöfn?"
„Svona leikir og þess háttar.“ Valda var óljós í svörum.
„Heyrðu nú, þú veizt, að þú sleppur ekki svona létt. Hvern á að
heiðra?“
Valda gat nú ekki geymt fréttirnar lengur. „Ég geri opinbert með
Lance.“
Er undrun Noru var ofurlítið sjötnuð, varð hún nærri því eins
glöð og vinstúlka hennar. „Ég er svo glöð,“ sagði hún og faðmaði
hina stúlkuna að sér. „Hvað segir móðir þín um þetta?“
„Talsvert mikið fyrst. En James taldi hana á að gera ekkert í þessu
fyrr en hún þekkti Lance betur. Þess vegna hefir þú ekki séð mig
oft síðastliðinn hálfan mánuð. Lance hefir oft verið hjá fólki mínu.
Nú hefir móðir mín, frekar treg, verð ég að kannast við, sagt, að
kannski sé hann ekki svo afleitur piltur. Ef ég vilji virkilega giftast
honum, skuli hún ekki hindra mig. Eigi að síður bætti hún við, að
hún hefði vonazt eftir einhverju betra handa mér en því að verða
bóndakona.“ Valda hló svo innilega hamingjusöm. „Nú verð ég að
fljúga. Það er svo margt að gera.“
„Þá verð ég að koma og hjálpa þér. Þú veizt, að mér þætti svo
vænt um það.“
„Ég var að vonast til, að þú mundir bjóða það,“ viðurkenndi
Valda. „Vertu hjá okkur í nótt eða yfir helgina.“
Allt var á ferð og flugi í „Víðsýni“, þegar þær komu þangað. Þær
röðuðu blómum og gengu frá herbergjum. Nora gladdist í hljóði
yfir hamingjunni, sem hlotnazt hafði vinstúlku hennar.