Norðurljósið - 01.01.1971, Side 101
NORÐURLJÓSIÐ
101
Litlir hlutir geta valdið stórum skaða. í Ljóðaljóðum sínum talar
Salómó konungur um yrðlingana, sem skemma víngarðana. (2. 15.)
Syndin er aldrei lítilræði. Mörgum finnst það lítil synd, að Eva og
Adam neyttu hins forboðna ávaxtar. Víðáttu afleiðinganna þekkir
enginn nema Guð einn.
Ennfremur, það er jafnsatt nú sem forðum, er sagt er um vínið í
Orðskviðum Salómós: „Að síðustu bítur það sem höggormur og
spýtir eitri sem naðra.“ (23. 32.) Þessu trúa menn ekki, þegar þeir
hyrja áfengisnautn. En hvernig enda milljónir manna? Sem yfir-
bugaðir áfengissjúklingar, stórskemmdir eða úttaugaðir á sál og
líkama.
Þetta minnir einnig á, að dauðinn mætir mönnum með ýmsu móti.
Það er ekki nauðsynlegt að vera á meira en 100 km. hraða í bifreið,
til þess að árekstur geti orðið og banaslys.
Áminningin í bók Amosar „Ver því viðbúinn að mæta Guði þín-
um,“ (4. 12.) er því eins þörf nú sem forðum. „Því að dauðinn öll-
um ægir, ei þeim ungu heldur vægir.“
Reyndu ekki að flýja frá spurningunni: „Er ég viðbúinn, ef ég
dæi í dag?“
„Hvað á ég að gera, til þess að ég verði viðbúinn?“ Þetta, sem
fangaverði einum var sagt að gera, þegar hann spurði: „Hvað á ég
að gera, til þess að ég verði hólpinn?“
Svar sendiboða Guðs var þetta: „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú
munt verða hólpinn og heimili þitt.“ (Post. 16. 30., 31.)
„Hvað er það, að trúa á Jesúm?“ Það er að fela sig, sálu sína og
framtíð alla honum, treysta honum, og að hann fyrirgefi þær vegna
dauða síns á krossinum á Golgata. Þetta er falið í þessu orði: „Trú
þú á Drottin Jesúm og þú munt verða hólpinn.“
„Þarf ekkert annað en þetta?“ Aðeins eitt: Að segja öðrum, að
þú trúir á Jesúm, hafir falið þig honum og framtíð þína. „Með hjart-
anu er trúað til réttlætis, en með munninum er játað til hjálpræðis.“
(Rómverjabréfið 10. 10.) Hjálpræðið, sem Drottinn Jesús veitir öll-
um, sem festa traust sitt á honum, eru ofgóðar fréttir til þess, að
þegja megi yfir þeim. Við skulum segja öðrum frá hjálpræði Guðs.
(Fyrri hluti greinarinnar er tekinn að mestu eftir „The Sword of
the Lord.“ 28/8 1970. Ritstj.)