Norðurljósið - 01.01.1971, Side 104
104
NORÐURLJÓSIÐ
er þessi: Sannkristinn maður á þess kost að fá kraft Jesú Krists, er
sagði: „í heiminum hafið þér þrenging, en verið hughraustir; ég
hefi sigrað heiminn.“ (Jóh. 16. 33.)
Jesús Kristur býður mönnum líf til að lifa. Það er daglegt líf í
friði og gleði, sem fær kraft sinn frá nálægð Guðs.
Jesús Kristur býður mönnum ekki líf í þrældómi með því að
fylgja skrá yfir það, sem ekki má gera. Kristur býður mönnum líf í
sannarlegu frelsi með því að hlýða jákvæðum boðorðum hans.
Nefna má sem dæmi: „Þú skalt elska Drottin Guð þinn, af öllu hjarta
þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum,“ og „þú skalt
elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt. 22. 37., 39.)
Það er ekki aðeins fyrirgefning syndanna, sem bíður þess manns,
er vill þiggja hana, heldur líka þroski í andlega lífinu. Þeir, sem eru
Krists, eiga að halda áfram með Kristi. Þeir eiga að „vaxa í náð“.
Jesús Kristur sagði, að hann kæmi til að veita líf og nægtir. (Jóh.
10. 10.) Hann býður mönnum nægtir lífs, líf fyllt með gleði, friði,
góðvild og kærleika. Þetta er hrífandi líf, hvert andartakað af öðru
er lifað í krafti Guðs. Hefir þú veitt viðtöku þessu lífi frá Kristi?
Venjulegt, líkamlegt líf á sér upphaf í móðurlífi, síðan fæðingu,
vöxt og þroska. Eins er farið venjulegu, andlegu lífi. Það á sitt upp-
haf og fæðingu og á að vaxa til fulls þroska.
Auðvitað verður maðurinn að eignast fyrst hina undursamlegu
reynslu endurfæðingar áður en hann getur vaxið og náð fullum, and-
legum þroska.
Guð hefir sent son sinn, Jesúm Krist, til að friðþægja fyrir syndir
vorar. Guð vill fá ákveðið svar frá hverjum manni. Guð þráir, að
sérhver maður iðrist sinna synda og treysti á Jesúm Krist sem frels-
ara sinn.
Það er engin sjálfvirk tækni samfara því að eignast andlega lífið.
Boði Guðs verður sérhver maður að svara sjálfur. Biblían segir:
„Ollum þeim, sem veittu honum viðtöku, gaf hann rétt til að verða
Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.“
Andlegt líf öðlast sá maður, sem vill hryggjast vegna synda sinna
og láta af þeim, ákveðinn í því, með krafti Krists, að lifa lífinu eftir
'boðum hans og trúa á Jesúm Krist sem frelsara sinn. Þegar því mað-
urinn hefir byrjað þetta andlega líf, þá á hann kost á dýrlegu lífi
þroskans í Kristi.