Norðurljósið - 01.01.1971, Side 107
NORÐURLJÓSIÐ
107
þessa trú hafi Jóhannes skírari verið búinn að taka í fangelsinu —
í stað þeirrar vissu, sem hann hafði frá Guði, að Jesús væri það
Guðs lamb, sem bæri burt heimsins synd, þ. e. a. s. yrði að líða fórn-
ar- og friðþægingardauða. Orðin „Guðs lamb“, sem Jóhannes við-
hafði um Jesúm, áður fyrr, við Jórdan, sýna það.
Jafnvel virðist því vera haldið fram stundum, að illur aðbúnað-
ur í fangelsinu, sem Jóhannes skírari var í, hafi verið orsök einhvers
konar efasemda hans um Jesúm sem Messías. En slíkt sem þetta
byggist ekki á neinu, sem Ritningin segir, heldur er annaðhvort
ímyndun eða óskhyggja. Þvert á móti er sagt, að Heródes hafi
„verndað“ Jóhannes skírara og hann hafi óttazt hann. Hann hafi og
vitað, að Jóhannes var heilagur maður og réttlátur, og að ljúft hafi
Heródesi verið að hlusta á Jóhannes. (Mark. 6. 20.) Engin sérstök
líkindi eru til þess, að konungurinn hafi viljað láta „heilagan“
mann, sem honum var ljúft að hlusta á, dvelja í slæmu fangelsi, og
koma sj álfur til að hlusta á hann þar. Hitt virðist fremur líklegt, að
vægilega hafi verið með Jóhannes farið í fangelsinu og að ekki hafi
vinum hans verið meinað að veita honum þjónustu, þar sem Heró-
desi var ljúft að hlusta á Jóhannes og vitað er, að Jóhannes skírari
gat kallað til sín nokkra af lærisveinum sínum; og þeir hafa því mátt
heimsækja hann í fangelsinu.
Sagt er í Postulasögunni um annan Guðs þjón, Pál postula, að sá,
sem lét varpa honum í fangelsi, slíkt sem við nú mundum líklega
kalla gæzluvarðhald, Felix landstjóri, hafi mælt svo fyrir, að vægi-
lega skyldi með Pál farið og ekki skyldi vinum hans vera meinað
að veita honum þjónustu. (Post. 24. 23.)
Ekki ber heldur Filippíbréfið þess vott, að höfundurinn, Páll
postuli, hafi verið farinn að hrörna í trú sinni á Krist, þó að hann
væri í fangelsi, er hann ritaði það. Og hví bilaði fremur trú skírar-
ans?
Eitt er það enn, sem menn þurfa að muna í þessu sambandi, og
það er, að spámenn og heilagir menn eru manna líklegastir til að
hugsa meir um annarra hag en sinn eiginn.
Líkurnar fyrir því, hvers vegna Jóhannes skírari sendi tvo af læri-
sveinum sínum til Jesú og lét spyrja hann spurningarinnar: „Ert þú
sá, sem koma á, eða eigum vér að vænta annars?“ virðast vera þær,
að Jóhannes skírari og spámaður hafi fyrir Guðs heilaga Anda feng-
ið fyrirmæli um það frá Guði sínum að senda til Jesú með þessa